Sumarleikar HSÞ 20-21. Júní á Laugavelli

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs HSÞ í frjálsum íþróttum verða haldnir á Laugavelli dagana 20. og 21.júní. Keppni hefst klukkan 11:00 á laugardegi og 09:50 á sunnudegi. Mótsstjóri er Ari Heiðmann Jósavinsson.

HSÞ

Skráning keppenda fer fram á fri.is mótaforrit ( gamla mótaforritið) og lýkur skráningu á fimmtudags-kvöldið 18. júní kl. 24:00.

Eftir það er aðeins hægt að senda skráningar í tölvupósti á ari27@simnet.is og kostar þá hver skráning 1000.- svo vinsamlegast komið ÖLLUM skráningum í tæka tíð.

Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Vekjum athygli á því að einungis er um drög af tímaseðli að ræða á fri.is en endanlegur tímaseðill verður kominn á netið um kl. 20 föstudaginn 19. júni.

Keppnisgreinar í boði eru:

9 ára og yngri: 60 m hlaup boltakast – langstökk – 600 m hlaup.
10-11 ára:  60 m hlaup – kúluvarp – langstökk – 600 m hlaup – hástökk – spjótkast – 4×100  m boðhlaup.

12-13 ára:  60 m hlaup– kúluvarp – langstökk – 400 m hlaup – hástökk – 60 m grindahlaup – spjótkast – 800m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

14-15 ára:  100 m hlaup– langstökk – kúluvarp – 400m hlaup – 80 m og 100 m grindahlaup – hástökk – spjótkast – 800 m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

16-17 ára og karlar og konur: 60 m hlaup – 100 m hlaup – 200 m hlaup – 400 m hlaup – 800 m hlaup – 1500 m hlaup -100 m og 110 m grindahlaup – langstökk – spjótkast – hástökk – kringlukast – kúluvarp –stangarstökk – 4×100 m boðhlaup

Allir keppendur fá 4 tilraunir í stökkum og köstum.

Skráningargjald er 2500.- fyrir 9 ára og yngri og 3500.- fyrir 10 ára og eldri og skal greiða áður en keppni hefst. Félögin eru vinsamlegast beðin um að greiða í einu lagi fyrir sína keppendur inn á reikning frjálsíþróttaráðs HSÞ og senda kvittun í tölvupósti á stella@nna.is

Reikningsnúmer:  1110-05-400575.  Kt. 640409-0610.

Tjaldsvæði er við hliðina á vellinum en borga þarf sérstaklega fyrir það sem og rafmagn. Tjaldsvæðið er á vegum Dalakofans.

Sjoppa verður á vallarsvæðinu.

Frekari upplýsingar veitir Ari;  ari27@simnet.is  s:8920777

Verið velkomin.

Frjálsíþróttaráð HSÞ

 

Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Helgina 26. – 28. júní n.k. verður 5. Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Blönduósi. Eins og þið eflaust vitið þá er þetta mót skemmtileg blanda af íþróttagreinum og skemmtilegheitum fyrir 50 ára og eldri.

Blöndós 2015

Endilega hvetjið ykkar fullorðnu félaga til þess að skella sér á þetta mót. Í ár er ekkert utanumhald af hálfu HSÞ, en í bígerð er að finna fólk í nefnd sem etv. mun sjá um það á næstu árum.

Þátttökugjald er 3500,- kr óháð fjölda greina sem viðkomandi keppir í. Innifalið í gjaldinu er frítt á tjaldsvæði og alla viðburði sem tengjast mótinu. Skráning á mótið er hafin hér

Keppnisgreinar verða: boccia, dráttarvélaakstur, bridds, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, júdó, línudans, pútt, golf, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund

Sjá nánar á : www.umfi.is