Frjálsíþróttaskólinn

Frjálsíþróttaskólinn okkar hófst mánudaginn 20.júlí en ekki í eins mikilli blíðu og við höfðum vonast eftir að fá. Alls voru 17 krakkar, frá 11-13 ára, í skólanum þetta árið og ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög góð þátttaka. Þessir einstaklingar komu úr Bárðardal, Kelduhverfi, Aðaldal, Reykjadal, frá Kópaskeri, Þórshöfn og Húsavík. Continue Reading ››

Frjálsíþróttaskólinn á Laugum 20. – 25. Júlí – Örfá pláss laus

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Laugum daganna 20. júlí-25. júlí og er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Nú þegar eru 14 unglingar skráðir í skólann á Laugum og örfá pláss laus. Unglingar sem hafa áhuga á skólanum eru hvött til að skrá sig sem fyrst. Skráning: huldae@mi.is Continue Reading ››

Akureyrarmót á Þórsvelli helgina 18. -19. Júlí 2015

Ungmennafélag Akureyrar býður til Akureyramóts  á Þórsvellinum á Akureyri helgina 18.-19.júlí 2015.  Mótið er öllum opið en keppt er í flokkum frá 9 ára og yngri upp í karla- og kvennaflokk. UFA Keppnisflokkar, keppnisgreinar 9 ára og yngri Þrautabraut að hætti þjálfara UFA 10 - 11 ára Keppnisgreinar: 60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, … Continue Reading ››

Sumarmót UMSE á Dalvík 8. júlí

Miðvikudaginn 8. júlí verður Sumarmót UMSE á Dalvík. Mótið er haldið í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla. Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum:
umse
9 ára og yngri: boltakasti, 6om og langstökki
10-11 ára: spjótkasti, 60m og langstökki
12-13 ára: spjótkasti, 60m og langstökki
Mótið hefst kl. 16:30.

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 10.-12. júlí DAGSKRÁ

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum helgina 10.-12. júlí. Hátíðin er ein stærsta og fjölbreyttasta íþróttahátíð sem fram fer á Austurlandi og í ár verður hún með enn stærra og glæsilegra sniði en áður. Sumarhátíðin er opin öllum aldurshópum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:

Föstudagur 10. júlí