„HEI, ÞÚ!  – langar þig að vera FÉLAGSMÁLATRÖLL ?“

Héraðssamband Þingeyinga býður þér að koma á HSÞfélagsmálanámskeið.  Farið er yfir ýmsa þætti er tengjast félagsmálum, ræðumennsku og fundasköpum.

Námskeiðshaldari er Sabína Halldórsdóttir, starfsmaður hjá UMFÍ.

Námskeiðið er haldið á tveimur stöðum á okkar héraðssvæði, er UMFê_merkiaðeins í tvo tíma, er ókeypis og boðið upp á léttar veitingar.

Hvetjum sérstaklega ungt fólk til þess að grípa tækifærið!

Staður – dagsetning – tími:

Skjálftasetrið á Kópaskeri   –   mánud. 5. okt.  kl. 17:00

Framhaldsskólinn á Laugum   –   þriðjud. 6. okt.  kl. 15:30

Skráning:   hjá Elínu, framkv.stj. HSÞ, á netfangið;   hsth@hsth.is

HREYFIVIKA UMFÍ í næstu viku!

Norðurþing og HSÞ eru boðberar hreyfingar í verkefninu „Hreyfivika UMFÍ 21.-27. september. Fjölmargir aðilar taka þátt í þessu verkefni, þar á meðal Íþróttafélagið Völsungur, sem heldur heiðri HSÞ uppi þetta árið.

heyfivika

Almenningur getur tekið þátt í alls konar hreyfingu og HSÞ hvetur fólk til þess að taka þátt. Þar að auki verður líka í gangi skemmtileg sundkeppni á milli sveitarfélaga, þar sem u.þ.b. 10 sveitarfélög eru nú þegar búin að skrá sig til leiks. Einfalt að taka þátt; þú skellir þér í sund – telur ferðirnar/metrana sem þú syndir og færð afrekið skráð á blað hjá afgreiðslufólki sundlaugarinnar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Norðurþings og í Skránni, en á heimasíðunni má einnig sækja „hreyfinga-dagbók“ til að skrá sína hreyfingu.

Bikarkeppni FRÍ á Laugum

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri var haldin á Laugum í Reykjadal sunnudaginn 23. ágúst. Alls mættu 6 félög með 8 lið til keppni að þessu sinni og voru rúmlega 100 keppendur. A-lið ÍR og HSK/SELFOSS urðu jöfn í efsta sæti með 122,5 stig. Lið ÍR var með 7 sigurvegara en HSK/SELFOSS með 3 sigurvegara svo ÍR urðu bikarmeistarar. UFA/UMSE kom þar á eftir með 122 stig svo það var mjög jafnt á toppnum.

Keppendur í Bikarkeppni FRÍ efri röð Páll Vilberg Róbertsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Artúrsson,Ragnhildur Halla Þórunnardóttir Neðri röð Erla Rós Ólafsdóttir, Katla María Kristjánsdóttir, Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Arna Védís Bjarnadóttir, Jón Friðrik Benónýsson (Brói þjálfari). Á myndina vantar Benóný Arnórsson og Heimi Ara Heimisson
Keppendur í Bikarkeppni FRÍ
efri röð Páll Vilberg Róbertsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Artúrsson,Ragnhildur Halla Þórunnardóttir
Neðri röð Erla Rós Ólafsdóttir, Katla María Kristjánsdóttir, Bjartey Unnur Stefánsdóttir, Arna Védís Bjarnadóttir, Jón Friðrik Benónýsson (Brói þjálfari). Á myndina vantar Benóný Arnórsson og Heimi Ara Heimisson

Í stúlknaflokki vann A-lið ÍR með 69,5 stig, HSK/SELFOSS var í 2. sæti með 61,5 og UFA/UMSE varð í 3.sæti með 54 stig.

Í karlaflokki var það UFA/UMSE sem sigraði með 68 stig, HSK/SELFOSS var í 2. sæti með 61 stig og HSÞ í 3. sæti með 54 stig.

3.sæti í bikarkeppni FRÍ Jón Alexander Artúrsson, Páll Vilberg Róbertsson, Eyþór Kári Ingólfsson Unnar Þór Hlynsson, Heimir Ari Heimisson fremstur er Benóný Arnórsson
3.sæti í bikarkeppni FRÍ
Jón Alexander Artúrsson, Páll Vilberg Róbertsson, Eyþór Kári Ingólfsson
Unnar Þór Hlynsson, Heimir Ari Heimisson
fremstur er Benóný Arnórsson

Stangarstökk kvenna var aukagrein á þessu móti þar sem þær Hulda Þorsteinsdottir úr ÍR, Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir frá UFA og Sveinborg Katla Daníelsdóttir úr UMSE voru að gera tilraun til að bæta sinn árangur.

Keppendur HSÞ stóðu sig mjög vel á þessu móti. Unnar Þór Hlynsson var í 2. sæti í 100m hlaupi. Eyþór Kári Ingólfsson var í 3.sæti í 100m grind og 2.sæti í hástökki. Páll Vilberg Róbertsson var í 2. sæti í kúluvarpi og 3. sæti í spjótkasti. Sveit HSÞ í 1000m boðhlaupi pilta var í 3. Sæti

Stúlknasveit HSÞ stóð sig með prýði, þær eru flestar nýbyrjaðar að æfa eða voru að keppa í fyrsta skipti í ákveðinni grein og má segja að miðað við það þá var árangur góður. Arna Védís Bjarnadóttir náði að bæta árangur sinn í hástökki.

HSÞ vill þakka öllum fyrir samveruna á Laugum og gott mót

Þriðjudaginn 25. ágúst var slútt hjá okkur í frjálsum. Að þessu sinni var farið í Ásbyrgi og nutum við góðrar stundar þar í góðu veðri og félagsskap. Áætlum við að um 70-80 manns hafi komið þar saman. Farið var í ýmsa leiki, s.s. ratleik, stígvélakast og aðra hópeflisleiki. Einnig fengum við hoppukastalaleigu Garðars til að koma með kastala til okkar og var mikil ánægja með það. Grillaðir voru hamborgarar og Brói þjálfari útnefndi þá einstaklinga sem voru stigahæstir í árangri eftir þetta tímabil. Arna Dröfn Sigurðardóttir var stigahæst stúlkna með 935 stig en næst á eftir henni var Erla Rós Ólafsdóttir með 934 svo það munaði mjög litlu á þeim. Páll Vilberg Róbertsson var stigahæstur drengja með slétt 1000 stig en á eftir honum var Jón Alexander Artúrsson með 923 stig. Eftir mikið hamborgaraát, leiki og sprell var haldið heim á leið og hefst nýtt æfingatímabil í frjálsum á Laugum í október en á Húsavík í september. Verið er að skoða með æfingar og þjálfaramál í Norðursýslunni.

Arna Dröfn Sigurðardóttir stigahæst stúlkna
Arna Dröfn Sigurðardóttir stigahæst stúlkna
stigahæsti einstaklingur drengja Páll Vilberg Róbertsson
stigahæsti einstaklingur drengja
Páll Vilberg Róbertsson

Fréttir af þátttöku HSÞ á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ haldið á Akureyri

Þátttaka HSÞ á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina er löngu orðinn fastur liður hjá mörgum þingeyskum fjölskyldum sumar hvert. Í ár tóku alls 68 keppendur þátt fyrir hönd HSÞ á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina. Mótið var afar stórt en hægt var að skrá sig til keppni í 29 greinum. Keppendur HSÞ reyndu fyrir sér í hinum ýmsu greinum og er ljóst að Þingeyingar eiga kraftmikil ungmenni sem víla ekki fyrir sér að prófa greinar sem það hefur jafnvel ekki þreytt sig áður í.

Frá setningarathöfninni. Keppendum HSÞ ganga inn á völlinn.

Frá setningarathöfninni. Keppendum HSÞ ganga inn á völlinn.

Auk hinna hefðbundinna greina eins og knattspyrna, frjálsar, sund, golf, skák og körfubolti tóku krakkarnir t.a.m. þátt í strandblaki, badminton, tölvuleik, stafsetningu, upplestri, glímu, boccia, pílukasti, borðtennis, bogfimi og parkour. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir stóðu sig öll með prýði og voru til fyrirmyndar hvarvetna innan sem utan vallar. Árangurinn lét heldur ekki á sig standa og uppskárum við 3 Unglingalandsmótsmeistara, en það voru þau Erla Rós Ólafsdóttir í spjótkasti, Jónína Freyja Jónsdóttir í upplestri og Jóhannes Tómasson í bogfimi.

Veðrið var ágætt miðað við hvernig hefur viðrað í sumar, og vorum við afar þakklát fyrir að ekki rigndi og blés mikið á okkur. HSÞ tjaldið var á sínum stað á úthlutuðu tjaldsvæði fyrir félögin og myndaði miðju tjaldbúða félagsins. Það hefur reyndar oft áður náðst upp meiri stemning í tjaldbúðunum og má velta því upp hvort við höfum verið of nærri heimahögunum í ár. Eins heyrðist líka það sjónarmið að Unglingalandsmótin ættu betur heima í minni bæjarfélögum því mótið dreifðist svo víða um bæinn og erfiðara væri að fylgjast með. Það er nú bara svo að það sýnist alltaf sitt hverjum í svona málum, en þegar á heildina er litið gekk keppendum okkar vel og mótið var prýðileg skemmtun fyrir alla, ekki síst þau yngri sem fylgdu systkinum sínum.

Erla Rós Ólafsdóttir vann spjótkast 12 ára stelpna.

Erla Rós Ólafsdóttir vann spjótkast 12 ára stelpna.

Í frjálsum íþróttum voru alls 29 keppendur frá HSÞ.  Mörg þeirra voru að keppa á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti.  Í hlut HSÞ kom einn unglingalandsmótsmeistari, en það var hún Erla Rós Ólafsdóttir sem vann spjótkast 12 ára stelpna.  Kastaði 28,38 m.  Natalía Sól Jóhannsdóttir varð í öðru sæti í kúluvarpi 12 ára stelpna með kast upp á 9,24 m. Heimir Ari Heimisson náði 3. sæti í hástökki, stökk 1,48 m í flokki 13 ára pilta.  Eyþór Kári Ingólfsson varð einnig þriðji í hástökki í flokki 15 ára pilta, stökk 1,67 m.  Erla, Natalía, Heimir og Eyþór bættu öll sinn persónulega árangur í þessum greinum.  Alls voru persónulegar bætingar hjá keppendum HSÞ 17 talsins.

Að auki átti HSÞ 2 boðhlaupssveitir á palli.  Silfur sveit í flokki 15 ára pilta.  Í boðhlaupssveitinni voru Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson,  Benóný Arnórsson og Hilmir Smári Kristinsson.  Boðhlaupssveit stráka 13 ára náði í brons og þar hlupu, Guðni Páll Jóhannesson, Heimir Ari Heimisson, Jósavin H. Arason og Jón Alexander Athúrsson.

Unglingalandsmótsnefnd HSÞ og frjálsíþróttaráð HSÞ

Lið HSÞ í bogfimi, Jóhannes Tómasson Unglingalandsmótsmeistari í bogfimi, Ásgeir Unnsteinsson 2. sæti, Tístram Karlsson 3. sæti.

Lið HSÞ í bogfimi, Jóhannes Tómasson Unglingalandsmótsmeistari í bogfimi, Ásgeir Unnsteinsson 2. sæti, Tístram Karlsson 3. sæti.

Jónína Freyja Jónsdóttir, varð Unglingalandsmótsmeistari í upplestri.

Jónína Freyja Jónsdóttir, varð Unglingalandsmótsmeistari í upplestri.