Silfurleikar ÍR

Silfurleikar ÍR eru haldnir í nóvember ár hvert en þeir fóru fram sl. laugardag í Laugardalshöll.   Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu. Með Silfurleikum vilja ÍR-ingar minnast þessa mikla afreks og þrístökk skipar þar veglegan sess eins og vera ber. Silfurleikar ÍR eru fyrir 17 ára og yngri.

Ari Ingólfsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Athúrsson, Hilmir Smári Kristinsson
Ari Ingólfsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Athúrsson, Hilmir Smári Kristinsson

5 strákar fóru frá HSÞ á Silfurleikana staðráðnir í að bæta sinn persónulega árangur í sínum greinum á þessu aldurs ári.  Alls kepptu þeir í 15 greinum og náðu að bæta sinn persónulega árangur eða jafna hann í 9 þeirra. Allir náðu að bæta sig í einhverri grein.  Að auki náðu þeir sér í þrjú verðlaunasæti.  Jón Alexander Arthúrsson vann kúluvarp í flokki 13 ára pilta með kasti upp á 12,04. Eyþór Kári Ingólfsson varð annar í hástökk 15 ára pilta, stökk 1,67 m.  Unnar Þór Hlynsson einnig 15 ára varð í 3. sæti í 60 m. hljóp á tímanum 7,90 sek.  Á meðfylgjandi myndum afhendir Einar Vilhjálmsson formaður frí verðlaunin.

Silfurleikar ÍR 2

Fræðsla fyrir íþróttafólk á vegum UMSE

Nágrannar okkar hjá UMSE, Eyjafjarðarsveit, ætla að standa fyrir fræðslufyrirlestrum á Hrafnagili þriðjudaginn 24. nóvember.

Fræðslan fer fram í Hrafnagilsskóla og er ætluð íþróttafólki, 11 ára og eldri.  Ekkert þátttökugjald er á fyrirlestrana og eru foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir.

Að vera afreksmaður
Kl. 17:00. Ragnheiður Runólfsdóttir, sundþjálfari og fyrrum afrekskona í sundi

Íþróttameiðsl
Kl. 18:00. Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari B.sc.

Sjá nánar;  Hrafnagil nóv 2015

Einnig veitir Þorsteinn Marinósson, framkv.stj., nánari upplýsingar hjá skrifstofu UMSE;   Sími: 460-4477, 460-4465,  GSM: 868-3820

Æfingabúðir á Laugum

Frjálsíþróttaráð stóð fyrir sólarhringsæfingabúðum á Laugum 30.-31. okt síðastliðinn. 13 krakkar af svæðinu mættu til leiks og var þetta mjög skemmtilegur tími, bæði í æfingum og utan. Brói var með útiæfingu niður á velli klukkan 5 og að henni lokinni skelltu allir sér í sund.

 

Æfing laugar3

Eftir æfingu og sund var hungrið farið að hrjá mannskapinn og þá ekki slæmt að gæða sér á pizzu frá Dalakofanum. Eftir pizzuát var farið í hópeflisleiki fram að svefntíma og ekki hægt að segja annað en að þau hafi staðið sig mjög vel í þeim málum og skemmt sér frábærlega.

Æfing laugar 2

Klukkan 10 á laugardagsmorgunin var svo æfing númer 2 og hún var einnig úti. Frekar svalt var úti og hélaður völlurinn en þau létu það ekki á sig fá og áttu góða æfingu. Útiæfingarnar snérust mikið um hlaup og drillur.

Kærkomin hvíld og hádegismatur var á milli æfinga en seinni æfingin var inni í íþróttahúsi klukkan 2. Þar sagðist Brói ætla að pína þau og lét þau í alls konar þrekæfingar.  Að lokinni æfingu var farið í sund áður en haldið var heim.