Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ – auglýst eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir þurfa að berast á þar til gerðu eyðublaði fyrir 1. apríl nk.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga:

  •  allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.
  • Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Hér fyrir neðan er tengill á reglugerðina um sjóðinn og rafrænt umsóknarform (neðst í reglugerðinni):

http://umfi.is/umsoknarfrestur-um-styrki-ur-fraedslu-og-verkefnasjodi-umfi-framlengdur-til-15-april

Fræðslusjóður HSÞ auglýsir eftir umsóknum

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ. Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2015.

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ;  hsth@hsth.is

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.

Nánar um Fræðslusjóð má finna hér á heimasíðunni undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir.  Þar má einnig finna umsóknareyðublað