Haf­dís setti Íslands­met í lang­stökki á RIG

Hafdís langstökk á RIG 2016Haf­dís Sig­urðardótt­ir úr Ljósavatnsskarði er ekki af baki dottin – nýflutt til Svíþjóðar, en skrapp svo aðeins heim til að taka þátt á Reykjavíkurleikunum í Laugardalnum.  Í dag bætti hún sitt eigið Íslands­met í lang­stökki inn­an­húss strax í fyrsta stökki.

Haf­dísi gengur oft vel á þessum leik­um, en í fyrra setti hún Íslands­met þegar hún stökk 6,46 metra.  Nú gerði hún gott bet­ur og stökk 6,54 metra.

Haf­dís þarf lík­lega að stökkva 6,70 metra til þess að vinna sér keppn­is­rétt á HM inn­an­húss í mars.

Æfingabúðir á Þórshöfn

Föstudaginn 15.  janúar var farið af stað frá Laugum og stefnan tekin á Þórshöfn þar sem frjálsíþróttaráð stóð fyrir sólarhringsæfingabúðum. Við fengum rútu frá Fjallasýn til að koma okkur á milli staða. Alls voru 29 frjálsíþróttaiðkendur teknir upp í rútuna á leiðinni en með í för voru líka Brói þjálfari, Friðbjörn Bragi og svo Hulda, Malla og Jóa úr frjálsíþróttaráði. Vegna hálku á leiðinni seinkaði okkur aðeins á staðinn en það kom ekki að sök og þegar allir voru komnir í salinn töldum við rúmlega 50 krakka og finnst okkur það alveg frábært.
Frjálsar æfingabúðir á Þórshöfn
Friðbjörn og Brói voru með æfingu til hálf átta en þá tók við sund eða sturta og svo fengum við ljúffengar pizzur sem matráðurinn í skólanum bjó til ásamt aðstoðarliði. Eftir pizzuát var farið í félagsheimilið þar sem við gistum. Þeir sem ætluðu að gista fundu sér stað og svo var smá tími fyrir leik áður en horft var á mynd og liðinu komið í ró. Fyrri æfing laugardagsins hófst klukkan 10 og stóð fram að hádegi. Boðið var upp á pasta í hádeginu og svo var hvíld og frágangur fram að seinni æfingunni sem var klukkan hálf tvö. Að lokum var farið í sturtu eða sund og svo boðið upp á hressingu áður en haldið var heim. Allir stóðu sig vel og hjálpuðust að við að gera þessa ferð skemmtilega og árangursríka og vonum við að í framhaldinu munum við fjölmenna á næstu mót sem framundan eru í Reykjavík.
Frjálsíþróttaráð vill þakka Þórshafnarbúum fyrir að taka svona vel á móti okkur, einnig viljum við þakka Ísfélaginu,Samkaup, Ungmennafélagi Langnesinga og Fjallasýn fyrir að gera þessar æfingabúðir að veruleika með okkur. Takk kærlega fyrir okkur.
Frjálsíþróttaráð vill svo að lokum minna á dagatalið sem við gefum út og er okkar helsta fjáröflunarleið.

Vorfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 8. febrúar

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast ISI-logománudaginn 8. febrúar nk.   og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina.

Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 22.000.- og öll námskeiðsgögn innifalin.

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 5. febrúar. Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer og taka þarf skýrt fram á hvaða stig verið er að skrá. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467460-1467 & 863-1399863-1399 eða á

vidar@isi.is

Völsungur er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Á íþróttafólki Völsungs sem haldið var á milli jóla og nýárs kom Viðar Sigurjónsson, fulltrúi ÍSÍ, og veitti Völsungi viðurkenninguna fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Er verkefnið gæðaverkefni sem er unnið í samstarfi við ÍSÍ og tekur á öllum þáttum er viðkemur starfsemi íþróttafélaga.

Mynd af vef Völsungs
Mynd af vef Völsungs

Aðalstjórn Völsungs er búin að vinna að verkefninu í hart nær tvö ár. Verkefnið var umfangsmikið og eru ýmsar kröfur sem ÍSÍ setur íþróttafélugum áður en nafnbótin fyrirmyndarfélag næst. Völsungur uppfyllta ýmsar kröfur ÍSÍ þegar farið var af stað í verkefnið en á öðrum stöðum voru gerðar ýmsar áherslubreytingar. Niðurstaðan er sú að íþróttafélagið er fyrirmyndarfélag og á nú gæðahandbók sem tekur á starfi félagsins í heild sinni.

Handbókin er kominn inn á heimasíðu félagsins undir liðnum fyrirmyndarfélagið Völsungur vinstra megin á heimasíðu félagsins. Einnig má nálgast hana með því að smella HÉR.