Snilldar HSÞ-kappi setti íslandsmet í spjótkasti ! /frétt ÍFF

Vormót öldunga í frjálsum íþróttum var haldið síðustu helgina í maíVormotOldunga og var keppt í fimm greinum;  kúluvarp, sleggjukast, lóðakast, kringlukast og spjótkast.

Þátttaka var nokkuð góð og var víst mikið fjör og vel tekið á því af þessum görpum.  Ekki náðist að hafa alla með á myndinni.

HSÞ átti þarna einn fulltrúa, Róbert Þorláksson (þriðji frá hægri á mynd), sem keppti í öllum greinunum í flokki 70 – 74 ára.  Hann bætti sig nánast í öllum greinum og gerði sér svo lítið fyrir og setti íslandsmet í spjótkastinu!

Má sjá öll úrslit Vormótsins hér.

Róbert er heldur ekkert að slá slöku við næstu vikurnar.   Stefnir á að skreppa á Norðurlandamót öldunga í frjálsum sem haldið verður í byrjun júlí í sumar í Óðinsvéum í Danmörku!  En til þess að vera í góðu formi fyrir það mót þá ætlar hann gallvaskur að mæta á Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði helgina 10. – 12. júní, en þangað er að fara 20 manna hópur til að taka þátt í mótinu undir merkjum HSÞ. Gaman að geta þess að flestir í hópnum eru 62 – 82 ára, en „unglingurinn“ í hópnum er rétt svo löggildur þetta árið, 50 ára.

 

 

Frjálsíþróttaæfingar og Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

FRJÁLSÍÞRÓTTAÆFINGAR;

Í sumar verða æfingar á Laugavelli á Laugum í Reykjadal á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 19:00 – 21:00.  Þessi æfingatími er fyrir alla aldurshópa.

Aðalþjálfari er Jón Friðrik Benónýsson, betur þekktur sem Brói.

 

FRJÁLSÍÞRÓTTASKÓLI UMFÍ:

Verður haldinn 13. – 16. júní og er fyrir alla krakka á aldrinum 11 – 16 ára, hvort sem þeir eru vanir iðkendur í frjálsum íþróttum eða ekki.   Auk kennslu í frjálsum íþróttum er ýmislegt annað skemmtilegt gert.  Yfirumsjón með kennslu hefur Jón Friðrik Benónýsson. eða Brói.

Nánari upplýsingar gefur Hulda á Úlfsbæ, formaður Frjálsíþróttaráðs HSÞ í síma;  865-3054.      Einnig má senda tölvupóst á huldae@mi.is

Með kveðju,

Frjálsíþróttaráð HSÞ

Ungmennavika NSU

Ungmennafélag Íslands er aðili að NSU – Nordisk     Samorgnaisations  UMFê_merki for Ungdomasarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári.

Ungmennavika NSU fer að þessu sinni fram í Ästad dagana 7. – 14. ágúst og haldin af 4H sem eru samtök innan NSU.   Flogið verður til og frá Kaupmannahöfn og lest tekin til Svíþjóðar.

UMFÍ á sæti fyrir fimm þátttakendur á aldrinum 15 – 20 ára að þessu sinni auk fararstjóra á vegum UMFÍ.

Yfirskrift vikunnar er JOURNEY 4 LIFE.  Fjallað verður um menningu, leiðtogahæfileika, þátttöku jaðarhópa, samskipti og áhrif. Vikan er stútfull af spennandi ævintýrum ásamt heimsókn í skemmtigarð og kvölddagskrá.

Þátttökugjaldið er 2000 sænskar krónur, eða um 31.000 íslenskar krónur, auk ferðakostnaðar. UMFÍ niðurgreiðir um 25% í heildarkostnaði og aðstoðar þátttakendur að sækja um styrk til sinna félaga.

Umsóknafrestur er til 17. júní nk.

Allar nánari upplýsingar veitir

Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Landsfulltrúi UMFÍ
sabina@umfi.is