Unglingalandsmót í Borgarnesi – Upplýsingnar fyrir keppendur

Kæru Þingeyingar. Við hjá HSÞ viljum vekja athygli ykkar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Í ár verður mótið haldið í Borganesi dagana 28. – 31. júlí þar sem er góð keppnisaðstaða fyrir allar greinar og boðið uppá skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í ár bjóðum við krakka fædda árið 2005 og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin að slást með í för.

Facebook - borði

Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11 – 18 ára en einnig eru í boði ýmis verkefni fyrir 10 ára og yngri. Mótsgjald fyrir keppendur HSÞ er niðurgreitt af héraðssambandinu og er því aðeins kr. 4.000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja. Keppnisgreinar í ár eru 14 talsins, sjá nánar á www.ulm.is. Skráningafrestur er til 23. júlí.

HSÞ verður með veislutjaldið sitt á tjaldsvæði HSÞ og verður þar heitt á könnunni og bakkelsi sem foreldrar koma með í púkkið. Þar verða afhent mótsgögn og ýmsar upplýsingar sem tengjast mótinu. Á föstudagskvöldinu fer fram skrúðganga og fá keppendur í ár ennisbönd merkt HSÞ og nafni sínu.

Til að auðvelda utanumhald um áprentun bandanna eru foreldrar hvattir til að ganga frá skráningu sem fyrst eða fyrir 18. júlí sé þess nokkur kostur.

Ennisböndin eru gefin af Ferðaþjónustunni Narfastöðum, Dalakofanum, Framsýn, Landsbankanum, Langanesbyggð, BJ vinnuvélum, Ísfélaginu og Skóbúð Húsavíkur.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna í síma: 896-3107 eða á netfanginu hsth@hsth.is.
Unglingalandsmótsnefnd HSÞ

Auglýst eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ. Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2016

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.

Nánar um Fræðslusjóð má finna hér á heimasíðunni undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir.  Þar má einnig finna umsóknareyðublaðið.

Sumarleikar Frjálsíþróttaráðs HSÞ 2016

Sumarleikar Frjálsíþróttaráðs HSÞ fóru fram á Laugavelli 2.-3. júlí síðastliðinn.  Þrátt fyrir mikla bleytuspá þá sluppum við ótrúlega vel þessa daga en hitastigið hefði mátt vera hærra. Um 120 keppendur voru skráðir frá 5 félögum og þar af átti HSÞ 53 keppendur. Það var virkilega gaman að sjá hvað það voru margir keppendur frá okkur í flokknum 9 ára og yngri og þau stóðu sig öll mjög vel. Það má því segja að það sé bjart framundan í frjálsum íþróttum hjá HSÞ.

Hluti af 9 ára og yngri keppendum að taka við þátttökupening
Hluti af 9 ára og yngri keppendum að taka við þátttökupening

Mótsstjórn var í höndum Gunnhildar Hinriksdóttur og þulur var Arnór Benónýsson. Alls voru 47 persónulegar bætingar hjá okkar fólki og keppendur fóru alls 65 sinnum á verðlaunapall, allir 9 ára og yngri fengu þátttökupening. Helsti árangur keppenda frá HSÞ var:

Piltar 9 ára og yngri

Daníel Róbert Magnússon varð í 2.sæti í 60m, 400m og langstökki

Viktor Breki Hjartarson varð í 3.sæti í 60m, 400m og langstökki og í 1.sæti í boltakasti

Piltar 10-11 ára

Jakob Héðinn Róbertsson varð í 1.sæti í 60m, 600m, hástökki og langstökki og 2.sæti í kúluvarpi

Hafþór Freyr Höskuldsson varð í 2.sæti í 60m, 600m, hástökki, langstökki og spjótkasti og í 3.sæti í kúluvarpi

Teitur Ari Sigurðarson varð í 1.sæti í kúluvarpi og spjótkasti og 3.sæti í 60m

Tómas Ari varð í 3.sæti í 600m og langstökki

Piltar 12-13 ára

Ari Ingólfsson varð í 1.sæti í kúluvarpi, 2.sæti í spjótkasi og 3.sæti í 60m, 60m grind og hástökki

Bergþór Snær Birkisson varð í 3.sæti í 400m

Hlynur Andri Friðriksson varð í 3.sæti í kúluvarpi

Piltar 14-15 ára

Heimir Ari Heimisson varð í 2.sæti í 80m grind, 3.sæti í langstökki og hástökki

Jón Alexander H. Artúrsson varð í 2.sæti í kúluvarpi

Halldór Tumi Ólason varð í 2.sæti í spjótkasti

Hilmir Smári Kristinsson varð í 3.sæti í 800m

Benóný Arnórsson varð í 3.sæti í 100m

Piltar 16-17 ára

Eyþór Kári Ingólfsson varð í 1.sæti í hástökki, 2.sæti í langstökki, kúluvarpi og spjótkasti, 3.sæti í 100m og 200m

Unnar Þór Hlynsson varð í 1.sæti í 400m,100m og langstökki, 2.sæti í 200m

Hlynur Aðalsteinsson varð í 1.sæti í 800m og 1500m

Piltar 20-22 ára

Snæþór Aðalsteinsson varð í 1.sæti í 400m og 1500m, 2.sæti í 800m

Stúlkur 9 ára og yngri

Tinna Dögg Garðarsdóttir varð í 3.sæti í 60m, 400m og boltakasti

Íris Alma Kristjánsdóttir varð í 2.sæti í boltakasti og 3.sæti í langstökki

Stúlkur 10-11 ára

Tanía Sól Hjartardóttir varð í 1.sæti í 60m og kúluvarpi, 2.sæti í langstökki

Katrín Rúnarsdóttir varð í 2.sæti í 600m og kúluvarpi

Edda Hrönn Hallgrímsdóttir varð í 3.sæti í 60m og langstökki

Íshildur Rún Haraldsdóttir varð í 3.sæti í 600m

Stúlkur 12-13 ára

Erla Rós Ólafsdóttir varð í 1.sæti í spjótkasti og 3.sæti í kúluvarpi

Auður Friðrika Arngrímsdóttir varð í 3.sæti í 400m og langstökki

Stúlkur 14-15 ára

Unnur Jónasdóttir varð í 3.sæti í 400m

Stúlkur 16-17 ára

Jana Valborg Bjarnadóttir varð í 1.sæti í 100m, langstökki og kúluvarpi

Ragnhildur Halla Þórunnardóttir varð í 2.sæti í langstökki og kúluvarpi

Stúlkur 18-19 ára

Arna Dröfn Sigurðardóttir varð í 2.sæti í hástökki og í 3.sæti í 100m hlaupi kvenna

HSÞ átti 6 boðhlaupssveitir á verðlaunapalli og eina blandaða HSÞ/UFA

Frjálsíþróttaráð þakkar öllum fyrir komuna á Sumarleikana, starfsfólki fyrir vel unnin störf og velunnurum fyrir stuðninginn.