Mývatnsmaraþon 3. júní 2017

Mývatnsmaraþon verður haldið laugardaginn 3. júní 2017.
Hlaupið hefst og endar við Jarðböðin við Mývatn og hlaupið verður eftir þjóðveginum í kringum Mývatn.


Mývatnsmaraþon 2016

Mývatnsmaraþon er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk!
Þátttakendur geta valið úr fjórum vegalengdum, maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km og 3 km. Því ættu allir að finna eitthvað fyrir sitt hæfi.
Innifalið í þátttökugjaldi er: Grillveisla, aðgangur í Jarðböðin og hlaupabolur. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á hlaup.is.

Skráning fer fram á hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdegi.
Athugið að frá og með 16. maí hækkar gjaldið.

Upplýsingar í síma 894 6318. Tengiliður: Elísabet Sigurðardóttir,
e-mail: myvetningur@gmail.com

 

Breytingar á aksturs- og afreksmannasjóði HSÞ

Á ársþingi HSÞ, 12. mars s.l. voru samþykktar breytingar á reglugerð afreksmannasjóðs HSÞ og felld var í heild sinni út eldri reglugerð um aksturssjóð HSÞ og ný samþykkt í hennar stað. Þessar breytingar voru gerðar til þess að búa til tekjugrundvöll fyrir aksturssjóðinn en lítið hefur verið sótt í afreksmannasjóðinn undanfarið og er hann því vel stæður um þessar mundir.

Eftirfarandi breytingar voru gerðar á afreksmannasjóði HSÞ:

2,5% af óskiptum lottótekjum renna nú í afreksmannasjóðinn í stað 5% eins og áður var. Áður fóru 5% af skatti frá félögum í sjóðinn en var það felt út með þessum breytingum. Nú eru styrkir veittir úr sjóðnum á hvaða árstíma sem er en ekki aðeins á ákveðnum árstímum. Reglugerðina má svo sjá í heild sinni hér á síðunni undir Sjóðir og styrkir.

Eldri reglugerð um aksturssjóð HSÞ var feld út og eftirfarandi reglugerð samþykkt í hennar stað:

Akstursjóður HSÞ – Reglugerð

 1.     grein.

Sjóðurinn heitir Aksturssjóður HSÞ.

 1.     grein.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.

Félagssvæði HSÞ er stórt, dreifbýlt og vegalengdirnar tiltölulega miklar þegar horft er til heildarinnar og aðstæðna. Með sjóðnum er leitast við að gefa börnum og unglingum innan HSÞ aukin tækifæri til æfinga og þátttöku í skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi. Um leið er stutt við skipulagt starf virkra aðildafélaga HSÞ í héraði og jafnframt hvatt til aukinnar samstarfs milli aðildafélaga HSÞ þar sem það á við.

 1.     grein.

Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ. Til að umsókn geti farið fyrir aksturssjóð HSÞ þarf akstur á æfingastað að vera umfram 40 km hvora leið. Leitast skal við að sameina í bíla einsog kostur er. Ekki er gert ráð fyrir styrkjum vegna sérstakra æfingabúða utan héraðs.

 1.     grein

Stjórn sjóðsins annast alla úthlutun úr sjóðnum. Hún er skipuð þremur mönnum sem kosnir eru á ársþingi HSÞ til þriggja ára, sitt árið hver. Stjórnin skiptir með sér verkum. Þá skal á hverju ársþingi HSÞ kjósa einn varamann sem stjórninni er heimilt að kalla til ef fjallað er um mál sem tengjast einhverjum stjórnarmönnum persónulega. Skal þá sá stjórnarmaður víkja fundi.

 1.     grein

Vörslu sjóðins og reikningshald annast gjaldkeri HSÞ.

 1.     grein

Tekjur Aksturssjóðs eru:

 1. a) 2,5% af óskiptum lottótekjum HSÞ.
 2. b) Tekjur frá Íslenskri getspá.
 3. c) Frjáls framlög og söfunarfé.
 4. d) Vaxtatekjur.

8.grein.

Stjórn sjóðsins setur nánari úthlutunarviðmið en gengið er út frá ákveðnum einingatölum fyrir hvern ekinn kílómetra.

 1. grein.

Hægt verður að sækja um styrk frá sjóðnum vegna ferðakostnaðar og verður umsóknarferli auglýst 3 sinnum á ári. Umsóknir eiga að berast á þar til gerðum eyðublöðum sem aðgengileg verða á vef HSÞ.