Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSÞ

 

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSÞ  2016 verður haldinn

mánudaginn 29. febrúar n.k.

á Grænatorgi í Íþróttahöllinni á Húsavík kl. 20:00

Aðalfundinn hafa rétt á að sitja fulltrúar þeirra félaga eða deilda innan HSÞ sem aðild eiga að frjálsíþróttaráðinu ;

 • Íþr.fél. Völsungur
 • Umf Bjarmi
 • Umf Efling
 • Umf Einingin
 • Umf Geisli
 • Umf Langnesinga
 • Umf Leifur Heppni
 • Umf Snörtur

Allir velkomnir sem láta sig þetta málefni varða, en aðeins kjörnir fulltrúar félaganna hafa atkvæðisrétt á fundinum og hafa þessi félög þegar fengið fundarboð í tölvupósti.

Dagskrá fundarins:

 1. Setning aðalfundar
 2. Kosning fundarstjóra og ritara.
 3. Kosning kjörbréfanefndar og allsherjarnefndar (3 menn í hvora)
 4. Skýrsla fráfarandi stjórnar.
 5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar ásamt fjárhagsáætlun næsta árs. Einnig árstillögur ef til kemur.
 6. Lagabreytingar og tillögur sem borist hafa, teknar til meðferðar.
 7. Kosning formanns ráðsins.
 8. Kosning ritara sem er jafnframt varaformaður.
 9. Kosning gjaldkera.
 10. Kosning tveggja varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna.
 11. Önnur mál.
 12. Fundi slitið.

Með von um að sjá ykkur sem flest

Fyrir hönd frjálsíþróttaráðs HSÞ

Hulda Elín Skarphéðinsdóttir