Ársþingi HSÞ lokið – margir sjálfboðaliðar heiðraðir og Þorsteinn Ingvarsson valinn íþróttamaður HSÞ 2013

Ársþing HSÞ var haldið sunnudaginn 23.mars s.l. Á þingið mættu 53 þingfulltrúar af 81, frá 17 aðildarfélögum af 28 virkum – og var því þingið með naumindum löglegt.

Kæru félagar, næsta ár getum við því bara gert enn betur!

Ýmislegt var á dagskrá, en fyrir utan hin venjulegu þingstörf þá fengum við ávörp góðra gesta. Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ lögðu nokkur góð orð í eyru og í leiðinni heiðruðu þeir nokkra sjálfboðaliða sem starfað hafa vel og mikið fyrir sín aðildarfélög og HSÞ.

Starfsmerki UMFÍ: Freydís Anna Arngrímsdóttir og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Gullmerki ÍSÍ: Sigfús Haraldur Bóasson og Anna Sigrún Mikaelsdóttir
Silfurmerki ÍSÍ: Ágústa Pálsdóttir

Íþróttamenn HSÞ fengu einnig sín verðskulduðu verðlaun frá HSÞ. Íþróttamaður HSÞ 2013 var valinn Þorsteinn Ingvarsson, sem enn og aftur hefur verið valin í landliðshóp í frjálsum fyrir árið 2014. Um síðustu áramót ákvað Þorsteinn hins vegar að ganga til liðs við ÍR og óskum við Þorsteini alls hins besta í framtíðinni og þökkum honum fyrir frábær ár hjá HSÞ en hann hefur alltaf verið góð fyrirmynd utan sem innan vallar.

Aðrir heiðraðir íþróttamenn voru:

Bocciamaður HSÞ 2013; Jóna Rún Skarphéðinsdóttir, Íþr.fél. Völsungi
Bogfimimaður HSÞ 2013; Guðmundur Smári Gunnarsson, Umf Eflingu
Glímumaður HSÞ 2013; Pétur Þórir Gunnarsson, Mývetningi íþr.- og ungm.fél.
Handknattleiksmaður HSÞ 2013; Heimir Pálsson, Íþr.fél. Völsungi
Hestamaður HSÞ 2013; Einar Víðir Einarsson, Hestam.fél. Grana
Knattspyrnumaður HSÞ 2013; Ásgeir Sigurgeirsson, Íþr.fél. Völsungi
Sundmaður HSÞ 2013; Sif Heiðarsdóttir, Íþr.fél. Völsungi
Ithrottafolk_HSTH_2013

Ný aðalstjórn HSÞ var kosin og áfram mun hinn farsæli formaður okkar, Jóhanna Sigríður, sitja næsta starfsár.
Eftirfarandi stjórn mun sitja næsta árið:

Formaður í kjöri til eins árs (2014)
Jóhanna Kristjánsdóttir, Umf Geisli
Stjórnarmenn í kjöri til tveggja ára (2013)
Stefán Jónasson, Umf Tjörnesinga
Hermann Aðalsteinsson, Skákfélagið GM-Hellir
Birna Davíðsdóttir, Umf Bjarmi
Stjórnarmenn í kjöri til tveggja ára (2014)
Einar Ingi Hermannsson, Umf Einingin
Ari Heiðmann Jósavinsson, Umf Geisli
Kolbrún Ívarsdóttir, Mývetningur íþr.- og ungmennafél.
Varamenn í kjöri til tveggja ára (2013)
Sigrún Marinósdóttir, Umf Geisli
Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Umf Leifur heppni
Varamaður í kjöri til eins árs (2014)
Arngeir Friðriksson, Umf Efling