Aksturssjóður HSÞ og Fræðslusjóður HSÞ

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Aksturssjóði HSÞ.

Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ.

 

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ; hsth@hsth.is

 

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ. Til að umsókn geti farið fyrir aksturssjóð HSÞ þarf akstur á æfingastað að vera umfram 40 km hvora leið.

Nánar um Aksturssjóð HSÞ má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Ráð, nefndir og sjóðir“ / Aksturssjóður HSÞ. Þar má einnig finna umsóknareyðublað. Ath. upphæð styrks fer eftir fjölda umsókna.

 

Stjórn HSÞ auglýsir einnig eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ

Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.

 

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ;  hsth@hsth.is

 

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.

Nánar um Fræðslusjóð má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir.  Þar má einnig finna umsóknareyðublað.

Sundæfingar á Laugum í vetur

Í vetur verða sundæfingar á Laugum á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:50 – 17:50.  Æfingarnar eru fyrir 1. bekk og eldri og verður fyrsta æfingin í dag 3. október.  Æfingagjöldin eru 2500 kr. á mánuði ef æft er 1x í viku en 5000 kr. ef æft er 2x í viku.  Forráðamenn skrá börnin inn í Nóra kerfið inná volsungur.is.

Frábær hreyfing fyrir alla krakka!

Góður árangur keppenda HSÞ á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um síðustu helgi á Egilsstöðum. HSÞ átti 66 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig með glæsibrag og voru svo sannarlega til fyrirmyndar.

HSÞ átti eitt þriggja manna lið í Boccia sem sigraði í flokki 15 ára og eldri.

Tveir keppendur voru frá HSÞ í glímu og fengu silfur og brons hvor í sínum flokki.

26 frá HSÞ tóku þátt í knattspyrnu ýmist sér í liði eða í blönduðum liðum með krökkum frá öðrum félögum. Eitt lið frá HSÞ lenti í 2. sæti í sínum flokki.

Sex keppendur frá HSÞ kepptu í stafsetningu og þrír fengu verðlaun í sínum flokki, tveir brons og einn silfur.

HSÞ átti fjóra keppendur í upplestri og tveir þeirra náðu sér í verðlaun, annar gull og hinn brons.

HSÞ átti einn keppanda í Ólympískum lyftingum sem hafnaði í 3. sæti í sínum flokki.

Átta kepptu fyrir HSÞ í fjórum liðum í strandblaki og eitt liðið fékk silfur í sínum flokki.

Fjórir frá HSÞ kepptu í sundi og fengu samtals 4 brons 1 silfur og 2 gull. Boðsundssveit frá HSÞ fékk líka 1 silfur og 1 brons.

Alls kepptu 33 frá HSÞ í frjálsum íþróttum og nældu keppendur þar sér í 8 gull, 5 silfur og 9 brons. Einnig er gaman að segja frá því að 82% keppenda bættu sinn persónulega árangur á mótinu.

Einnig átti HSÞ einn keppenda í körfubolta sem keppti í liði með öðru félagi, tvo keppendur í skák og 13 keppendur í kökuskreytingum, sem er ný grein á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Úrslitin í heild sinni má sjá á
http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi

 

 

Samstarfssamningur HSÞ og Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Héraðssamband Þingeyinga og Sparisjóður Suður-þingeyinga undirrituðu í síðustu viku samstarfssamning sín á milli. Samningurinn var gerður til 3ja ára og vill Sparisjóðurinn með árlegu fjárframlagi, létta undir hefðbundinni starfsemi HSÞ við ræktun æskulýðs í Þingeyjarsýslum. HSÞ þakkar Sparisjóðnum kærlega fyrir veittan stuðning.

Fræðslusjóður HSÞ

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ.
Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2017

Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ;  hsth@hsth.is

Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.

Nánar um Fræðslusjóð má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir.  Þar má einnig finna umsóknareyðublað.