Aldarafmælisrit HSÞ er komið út

Nú er loksins komin úr prentsmiðjunni aldarafmælisrit HSÞ sem inniheldur sögu Ungmennasambands Norður Þingeyinga, Héraðssambands Suður Þingeyinga og Héraðssambands Þingeyinga. Skemmtileg bók með mikið af myndum úr starfinu.

HSÞ forsíða

Bókina er hægt að kaupa í Bókaverslun Þórarins á Húsavík, Selinu í Mýnatnssveit, Dalakofanum á Laugum, hjá Birni Ingólfssyni á Grenivík, Skerjakollunni á Kópaskeri, versluninni á Raufarhöfn íþróttahúsinu á Þórshöfn. Bókin er til sölu á skrifstofu HSÞ með því að senda línur á hsth@hsth.is. Bókin kostar kr. 4000,- í beinni sölu frá HSÞ.  Sendum um allt land.

HSÞ baksíða
Hverju eintaki fylgir falleg lyklakippa með merki Héraðssambands Þingeyinga.

 

Brói heiðraður

HSÞ hélt upp á 100 ára afmæli í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal sl. sunnudag. Um 450 manns komu til að samgleðjast með afmælisbarninu sem ber aldurinn mjög vel. Nokkrir einstaklingar voru heiðraðir sérstaklega á hátíðinni og gerðir að heiðursfélögum í HSÞ.

2010-08-06 00.00.47
Jón Friðrik Benónýsson heiðursfélagi HSÞ

Meðal þeirra var Jón Friðrik Benónýsson frjálsíþróttaþjálfari og frjálsíþróttamaður á árum áður, eða bara Brói eins og hann er kallaður í daglegu tali og var hann heiðraður sérstaklega fyrir vel unnin störf. Hann hefur þjálfað marga af helstu afreksmönnum Þingeyinga í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna Sigurbjörn Árna Arngrímsson, Þorstein Ingvarsson og Hafdísi Sigurðardóttur.

Sýnt var myndband á hátíðinni sem vakti mikla lukku þar sem áðurnefnt fólk tjáðu sig um kynni sín af Bróa. Einnig var spjallað við Bibba úr Skálmöld, Stefán Jakobsson úr Dimmu og Börk Sveinsson.

Hægt er að skoða myndbandið hér fyrir neðan.

Aldar afmælissýning HSÞ

Í dag opnaði aldar afmælissýning Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ), en héraðssambandið var stofnað 31. október 1914. HSÞ er sameinað félag Ungmennasambands Norður Þingeyinga og Héraðssambands Suður Þingeyinga.

Hluti sýningargripa frá  landsmótinu á Húsavík 1985

Hluti sýningargripa frá landsmótinu á Húsavík 1987

Á sýningunni er mikið af munum og myndum frá þessum félögum. Ólympíuförum Þingeyinga eru gerð sérstök skil, landsmótum sem haldin hafa verið í héraði, glímu, hátíðasamkomum beggja aðila og fleira.

Skíðin lengt til vinstri og fyrir miðju átti Ívar Stefánsson Haganesi. Skíðin til hægri átt Jón Kristjánsson frá Arnarvatni. Þeir kepptu báðir á vetrarólympíuleikunum í Osló 1952

Skíðin lengt til vinstri og fyrir miðju átti Ívar Stefánsson Haganesi. Skíðin til hægri átt Jón Kristjánsson frá Arnarvatni. Þeir kepptu báðir á vetrarólympíuleikunum í Osló 1952

Fjöldi manns kom á þessum fyrsta degi sýningarinnar og þáðu veitingar í boði HSÞ.

Frír aðgangur er á sýninguna og hvetjum við alla Þingeyinga sem og aðra gesti Þingeyjarsýslu til að kíkja við í Safnahúsinu á Húsavík og sjá þessa merkilegu sýningu sem verður opin alla daga frá kl.10-18 til og með 15. júlí.

Jóhanna Kristjánsdóttir fornmaður HSÞ opnar sýningunna

Jóhanna Kristjánsdóttir formaður HSÞ opnar sýningunna.

Gestir á aldarafmælissýningunni í dag

Gestir á aldarafmælissýningunni í dag