Baldvin Daði Ómarsson ráðinn framkvæmdastjóri HSÞ

Baldvin Daði Ómarsson hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri HSÞ frá 1. nóvember. Baldvin Daði er nýr á sviði íþróttahreyfingarinnar og hefur notað fyrstu vikurnar í að kynna sér starfsemi og sögu HSÞ, auk þess að flytja aðsetur skrifstofu HSÞ í nýja skrifstofu í Seiglu – miðstöð sköpunar á Laugum.

baldvin-dadi-omarsson
Baldvin Daði Ómarsson

Baldvin Daði hefur lokið námi af verk & raunvísindadeild Keilis, auk þess stundaði hann nám í Hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

Baldvin hefur sinnt hinum ýmsu störfum í gegnum tíðina, en hann starfaði ma. sem sundlaugarvörður við sundlaugina á Laugum sl. tvö sumur

 

 

Ákveðið var að breyta um húsnæði á Húsavík í vor, en með uppsögn fráfarandi framkvæmdastjóra var ákveðið að bíða átekta með að finna nýtt húsnæði þar til ljóst yrði hvar á starfssvæði HSÞ nýr framkvæmdastjóri hefði aðsetur. Þar sem Baldvin Daði er búsettur á Akureyri og keyrir á milli, taldi hann heppilegast að starfa á Laugum, þar sem hann á fjölskyldu tengsl.

Baldvin Daði hefur þegar hafið störf á nýju skrifstofunni. Skrifstofa HSÞ verður opin á þriðjudögum og föstudögum frá kl 9:00-15:00 báða daganna.

Stjórn HSÞ býður Baldvin velkominn til starfa.

Stjórn HSÞ þakkar Elínu S. Harðardóttur fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf síðastliðinn 5 ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Íþróttir og hreyfing fyrir fullorðna

Halló! Allir fullorðnir! Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu. Þekkt staðreynd er að regluleg hreyfing og iðkun íþrótta hefur mjög góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks. ÍFF hefur tekið saman lista yfir þá hreyfimöguleika sem eru í boði í þinni heimabyggð og hægt að finna sér hreyfingu við hæfi og áhuga.  Fyrir áhugasama um þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+ þá verður það haldið snemma sumars í Hveragerði 2017. Meira um það síðar.

HSÞHreyfing er gulls ígildi – aldrei of seint að byrja!

ÞÓRSHÖFN: íþr.miðstöð s: 468 1515, 897-0260

Í íþróttamiðstöð er líkamsrækt og sundlaug. Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Ræktin er opin virka daga milli kl. 08:00 – 20:00, en sundlaugin er opin kl. 16:00 – 20:00. Á laugardögum eru bæði ræktin og sundlaugin opin kl. 11:00 – 14:00.

Hópur eldri borgara koma saman í sal íþróttahússins á mán-mið-fös kl. 11:00 og stundagöngu eða aðra létta hreyfingu. Fara í sund á eftir. Hópurinn kalla sig „Gengið í skjóli“

Blakæfingar: í íþr.húsinu á mán. og miðv. kl. 18:30 fyrir konur á öllum aldri. Kalla sig „Álkur“. Þjálfari er Árni Sigurðsson. Áhugasamar hafi samband við Karen Rut í gsm: 897-5064

Badmintonæfingar: fyrir karla og konur á mán – mið.v. kl.17:00 – 18:00. Allir velkomnir!

Körfubolti : „bumbubolti“  á miðvikud. kl 20:00 – sem sagt fullorðnir koma saman til að spila körfubolta. Ýmsir hafa verið að mæta frá Þórshöfn, Kópaskeri og Vopnafirði. Allir velkomnir til að mæta! Bendum á fésbókarsíðuna; „Körfubolti Þórshöfn“.

RAUFARHÖFN:

Íþróttamiðstöð: Upplýsingar um onunartíma í síma 465-1144. Hægt að fara í vel útbúinn tækjasal og æfa sund í innisundlaug.

Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Hreyfihópur eldri borgara: góður hópur einstaklinga hafa tekið sig saman og stunda reglulega alls konar hreyfingu, m.a. útigöngu þegar viðrar vel – annars innigöngu og æfingar inni í íþr.húsi með hjálp sjúkraþjálfara. Alla virka daga kl. 12:45 – 13:30. Allir fullorðnir velkomnir!

KÓPASKER / Lundur:

Íþróttahúsið á Kopaskeri: upplýsingar um opnunartíma í síma 465-2180

Opið hús; 67 ára og eldri: í íþróttahúsinu á föstud. milli 10:00 – 12:00 og er m.a. farið í leikfimi undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Einnig er slík leikfimi í boði á miðv.d. í Stórumörk. Áhugasamir hafi samband við Hólmfríði Halldórsdóttur í s: 465-2157 eða 864-2157.

Blakæfingar: í Íþróttahúsinu 2x í viku í umsjón Björns Halldórssonar, s: 465-2217, 863-2217

Gönguferðir: Ferðafélagið Norðurslóð er mjög lifandi félagsskapur og býður upp á ýmsar gönguferðir – sjá nánar á fésbókarsíðu þeirra; „Ferðafélagið Norðurslóð“

Sundlaug og íþróttahús í Lundi: nánari upplýsingar í síma 465-2244

Leikfimi í íþróttasalnum: þrek og þol fyrir fullorðna 2x í viku á þri.d. og fim.d. kl. 20:00. Áhugasamir hafi samband við Magneu Dröfn s: 849-4033

HÚSAVÍK:

Íþróttahöllin:

Boccia Félags eldri borgara á mánud. kl. 12:00-16:30 og miðvid. kl.10-16

Blak Mánud. kl.19:30-22:00 miðvikud. kl.19:00-22:00

Metabolie Í umsón íþróttakennaranna Unnars Garðars og Áslaugar. Mánud. kl. 21:10 Þriðjud. kl.19:10. Miðv.d. kl. 06:10 og kl.12:00. Fös.d. kl. 6:10 og laugard. kl. 9:00

Zúmba í umsjón Jóhönnu Svövu. Þriðjud. og fimmtud. kl. 18:10

Sundlaug Húsavíkur: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Opin alla virka daga 6:45-9:30 og 14:30-21:00. laug. og sunnud. kl 10:00-18:00.

Sundleikfimi í umsón Hrefnu Regínu, mánud og miðvikud. kl. 12:00-13:00 og þriðjud og fimmtud. kl. 20:45 -22:00

Töff heilsurækt:

Opið alla virka daga 06:00-20:00. laugard 09:00-14:00 og sunnudaga 10:00-14:00.

Miðhvammur:

Tækjasalur, umsjón Hrefna Regína sjúkraþjálfari. þriðjud og fimmtud kl.12:00-13:00.

Leikfimi í umsjón Björgu sjúkraþjálfara mánud. kl. 17:00

Leikfimi í umsjón Brynju sjúkraþjálfara fimmtu. kl. 17:00

Félagsvist á miðvikud. kl. 20:00

Snæland:

Opið hús. mánud, þriðjud og miðvikud kl. 13:00-16:00

Bridds fimmtud. kl. 13:00.

Íþróttavöllurinn: Gengið alla fimmtudaga kl. 10:00 f. 60+ og alla hina líka.

Hlaupahópurinn Skokki: Æfingar eru á mánud. kl.18:00 á Húsavíkurvelli, en mætt við sundlaugina á fimmtud. kl.18.00 og á laugard. kl.10:00.

Reykjaheiðin: Fínt að fara á gönguskíði þegar færi og veður leyfa.

Kundalini jóga 1x í viku í Hvalasafninu á miðv.d. kl. 17:30 – 19:30. Jógakennari er Huld Hafliðadóttir, gsm: 698-0489

LAUGAR:

Sundlaugin á Laugum er opin: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

má-fim 7:30-9:30. og 16:00 – 21:30. föst 7:30- 9:30. laug.14:00 -17:00

Stefnt er að því að sundleikfimi hefjist 23. nóv. n.k. Nánar auglýst síðar.

Íþróttahúsið á Laugum:

Tækjasalurinn er opinn á sama tíma og sundlaugin.

Ef áhugi er hjá fólki fyrir því að stunda göngu innandyra í íþróttahúsinu þegar viðrar illa þá er hið besta mál að hafa samband við Jóhönnu húsvörð í síma 8479832

Bogfimi fyrir fullorðna á þriðjud. kl. 19:30 – 21:30

Dalakofinn:

Bridds spilað á fim.d. kl. 20:30 – best að hafa mótspilarann með sér.

STÓRUTJARNIR:

Sundlaugin í Stórutjarnaskóla: Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Opin mánd kl. 19:00–21:00 og fimmt. 19:30-21:30.

Tækjasalur er opinn á sama tíma eða í samráði við húsvörð; Friðrik sími 8623825

Leikfimi fyrir alla – konur og karla: fram til 7. des.n.k. miðv.d. kl. 17:00 – 18:00

Opið hús fyrir 60+: Í boði er  boccia milli kl. 12:00 – 13:00. Næsta skipti er 6. des.og svo áfram eftir áramót.

MÝVATNSSVEIT – Íþróttahús: – nánari upplýsingar í s: 464-4225

Íþróttamiðstöð: líkamsræktarsalur útbúinn góðum tækjum / ATH – sundlaug lokuð eins og er.

Mánudaga – fimmtudaga frá 9:00 – 12:00 og 16:00 – 20:00
laugardaga frá 10:00 – 16:00. Föstudaga og sunnudaga lokað

Blak:

Byrjendablak – opinn tími; mánud. kl. 17:00 – 18:00.

Blakæfingar – opninn tími lau.d. kl. 12:15 – 14:00

Fótbolti:

Fótbolti fyrir 18 ára og eldri þriðjud. og fim.d. kl. 18:30 – 20:00.

Fótbolti fyrir fullorðna lau.d. kl. 12:15 – 14:00

Zúmba-dans: þriðjud. og fim.d. kl. 17:00 – 18:00

Jóga: miðvi.d. kl. 18:15 – 20:00

Fyrir 60+ : góð hreyfing og teygjur fim.d. kl. 11:50 – 12:30

GRENIVÍK:

Líkamsrækt í íþróttahúsinu: Ræktin er opin alla virka daga frá kl. 06:00-18:00. Hægt er að kaupa lykilkort til að komast í ræktina á öðrum tímum.

Sundlaugin er opin – líka í vetur!:

Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Mánud. – fim.d. kl. 15:00 – 18:00….. og laug.d. kl. 10:00 – 13:00.

Lokað á fös.d. og lau.d.

ATH – Fyrir eldri borgara, 67 ára og eldri, er ókeypis bæði í ræktina og í sund.

Ellan“ er hópur eldri borgara á Grenivík og nágrenni sem hittast 2x í viku í Grenilundi og eru oftast með góðar og léttar líkamsæfingar.

Formaður hópsins er Margrét Jóhannsdóttir í s: 463-3124

HSÞ óskar eftir framkvæmdastjóra – Umsóknarfrestur er til 27. ágúst

Héraðssamband Þingeyinga óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfssvæði HSÞ nær yfir Norður og Suður Þingeyjarssýslur. Um er að ræða 50% starf með áherslu á rekstur og starfsemi sambandsins.

HSÞ

Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSÞ og sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir Héraðssambandið. Starfið snýst að verulegu leyti um að leiða starf sambandsins, bæði hvað varðar innra starf sem og samskipti og samstarf við samstarfsaðila HSÞ. Einnig umsjón og umsýsla með fjárhag sambandsins.
Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, frumkvæði og innsýn og skilning á inntaki ungmennahreyfingarinnar. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af félagsstörfum og hafi þekkingu á fjármálum og rekstri.

Umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 15. september en er umsemjanlegt. Senda skal umsóknir á netfangið anitakg@gmail.com.
Nánari upplýsingar veitir Anita Karin Guttesen, formaður HSÞ í síma 698-5161.

Ársþing HSÞ fer fram á sunnudag í Skúlagarði

Ársþing HSÞ fer fram í Skúlagarði í Kelduhverfi sunnudaginn 15. mars og hefst það stundvíslega kl 10:00. Auk venjulegra ársþingsstarfa verða íþróttamenn heiðraðir fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar sem stundaðar eru innan HSÞ og úr þeim hópi verður tilkynnt hver hefur verið valinn íþróttamaður HSÞ 2014.

HSÞ

Rétt til setu á þinginu hafa 84 þingfulltrúar frá 31 aðildarfélagi innan HSÞ.

Minnt er á að mæting á ársþing er lykillinn að því að aðildarfélag fái greiðslur úr lottó-tekjum HSÞ, samkvæmt lottóreglum HSÞ.

 

Óskað eftir sjálfboðaliðum vegna Smáþjóðaleikanna

16. Smáþjóðaleikarnir verða settir í Laugardalnum í Reykjavík 1. júní nk. en keppnin stendur frá 2-6. júní. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Hér má skoða fréttabréfið Smáþjóðaleikarnir 2015

Lukkudýr smáþjóðaleikanna

Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó, og hafa þær verið með allt frá byrjun. Svartfjallaland tók þátt á leikunum árið 2011 í fyrsta sinn og eru því þátttökuþjóðirnar nú níu talsins. Smáþjóðaleikarnir fara fram á tveggja ára fresti í einu af löndunum níu. Þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 en árið 1997 fóru leikarnir fram á Íslandi í fyrsta sinn.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að vinna við leikana og
skráningarfrestur er til 21. febrúar. Hér er hægt að skrá sig.