Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Fjölmennur aðalfundur Umf. Langnesinga

Það var vel mætt á aðalfund Umf. Langnesinga, en hann var haldinn 1. mars sl. Um 30 manns mættu á fundinn og voru umræður málefnalegar og góðar. Í skýrslu stjórnar kom fram að félagið heldur úti öflugu og metnaðarfullu starfi í ýmsum íþróttagreinum. Fjölbreyttar fjáraflanir eru stundaðar til að fjármagna starfið og ýmsar samkomur haldnar. … Continue Reading ››

AÐALFUNDUR UMF LANGNESINGA

Hinn árlegi og að sjálfsögðu skemmtilegi aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga verður haldinn laugardaginn 1. mars 2014 og verður fundurinn haldinn í matsal íþróttahússins Veri og hefjast herlegheitinn kl. 14:00. Allir velkomnir á fundinn, ungir jafnt sem aldnir. Enginn neyddur í stjórn né nefndirJ. Að fundi loknum verður boðið upp á vöfflukaffi og farið svo í smá … Continue Reading ››

ERASMUS – opin kynning á Akureyri 19. febrúar 2014

TÆKIFÆRI OG STYRKIR Í EVRÓPUSAMSTARFI Miðvikudagur 19. febrúar kl. 14:00 - 16:00 Háskólanum á Akureyri, Sólborg, stofu M102 Háskólinn býður til kynningar í samstarfi við Rannís og "Evrópu unga fólksins" á styrkjamöguleikum í eftirfarandi: kl. 14:00 HORIZONE 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun kl. 15:05 ERASMUS+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætluninni kl.15:45 CREATIVE EUROPE kvikmynda- og menningaráætluninni

FRÍMÍNÚTUR -landsleikur um aukna hreyfingu í grunnskólum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sókn gegn sleni með því að setja af stað nýjan hreyfingarleik í grunnskólum sem nefnist Frímínútur. Leikurinn fer í gang í maí og verður öllum grunnskólum landsins boðin þátttaka. Markaðar verða 800 metra brautir við skólana og nemendur hvattir til að fara brautina á hverjum degi í löngu frímínútunum. Valkvætt verður að ganga, … Continue Reading ››