Fréttir frá frjálsíþróttaráði HSÞ

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan við sendum pistil frá okkur síðast.  9 keppendur frá HSÞ fóru á Bogamót UFA í lok apríl.  Alls náðust 16 verðlauna sæti á þessu móti hjá okkar keppendum.  Helstu úrslit hjá okkar keppendur voru; Í flokki 10-11 ára Katrín Rúnarsdóttir 1. sæti í skutlukasti, hástökki og 60 m. hlaupi. 2.sæti í langstökki og 600 m. hlaupi og 3. sæti í 60 m. grindahlaupi.

Katrín Rúnarsdóttir
Katrín Rúnarsdóttir

Í flokki 12-13 ára.  Katla María Kristjánsdóttir varð í 3. sæti í langstökki. Natalía Sól Jóhannesdóttir varð í 2. sæti kúlu. Jón Alexander Artúrsson varð í 1. sæti í kúlu. Heimir Ari Heimisson varð í 2. sæti í hástökki og langstökki. 3. sæti 60 m. hlaupi.  Hlynur Andri varð í 3. sæti  í kúlu.
Í flokki 14-15 ára.   Unnar Þór Hlynsson 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 60 m. hlaupi.  Í flokki kvenna varð Arna Dröfn Sigurðardóttir í 3. sæti í langstökki.

 

 

Í vor þurftum við að fresta Frjálsíþróttaskóla UMFÍ vegna veðurs en  hann átti að vera 8-12 júni. Við töldum að þar sem þessi skóli fer að mestu fram utandyra gætum við ekki boðið börnunum upp á að vera úti í kulda allan daginn það myndi einnig  draga úr áhuga þeirra á æfingunum.  En nú ætlum við að hafa frjálsíþróttaskólann 20.-24. júlí og er hægt að skrá sig og fá frekari upplýsingar með því að senda póst á huldae@mi.is.  Í frjálsíþróttaskólanum eru kenndar og æfðar frjálsar íþróttir undir leiðsögn Bróa, Jóns Fr. Benónýssonar, tvisvar sinnum á dag.  Auk þess að vera í frjálsum íþróttum er farið í sund, ratleik, haldnar kvöldvökur og ýmislegt fleira í boði.  Frjálsíþróttaskólinn er fyrir alla frá 11-18 ára.  10 ára er hleypt inn ef þau eru mjög áhugasöm.

IMG_2979

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs  fóru fram á Laugavelli  20. og 21. júni og voru alls skráðir keppendur 119.  Auk HSÞ komu keppendur frá nágrannafélögum okkar UFA, UMSE, UÍA, UMSS og USAH.  Keppendur HSÞ voru alls 27 á þessu móti og stóðu sig með prýði.  Helstu úrslit okkar keppenda voru:

Í flokki keppenda 16-17 ára var Arna Dröfn Sigurðardóttir í 1. sæti langstökki og 3 sæti í hástökki og 100 m. hlaupi.  Í flokki karla var Snæþór Aðalsteinsson í 1 sæti í 1500 m. hlaupi og 2 sæti í 800 m. hlaupi.

Í flokki 16-17 ára var Hlynur Aðalsteinsson í 3. sæti bæði í 1500 m. hlaupi og 800 m. hlaupi.  Í flokki 14-15 ára. Var Eyþór K. Ingólfsson í 2. Sæti í hástökki, 3 sæti í kúlu, langstökki, kringlu og spjóti. Arna Védís Bjarnadóttir varð 3 í langstökki.

Í flokki 12-13 ára var Heimir Ari Heimisson í 2. sæti í langstökki, 400 m hlaupi, hástökki og 3 sæti í 60 m. spretti.  Ari Ingólfsson varð í 3 sæti í kúlu og 60 m. grindahlaupi.  Natalía Sól Jóhannsdóttir var í 3. sæti í kúlu.

IMG_2986

10-11 ára var Hafdís Inga Kristjánsdóttir  í 1. sæti í spjóti, kúlu og 3. Sæti í 60. m. hlaupi.  Brimir Búason varð í 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 600 m. hlaupi.  Hafþór Höskuldsson varð í 3. sæti í 60 m. hlaupi.  Þegar kringlukast fór fram birtist allt í einu rúmlega sjötugur þjóðverji, Klaus Albert,  sem vildi fá að taka þátt í kringlukasti .    Klaus átti lengsta kastið í keppninni en það var 35.98.  En Klaus er Þýskalandsmeistari setti heimsmet þegar hann var sextugur í sínu heimalandi.  Valgerður Jónsdóttir, sem er gamalreynd HSÞ kona, tók þátt á mótinu og sýndi að hún hefur engu gleymt. Hún keppti í langstökki og 60 m spretti og varð í 1. sæti í báðum greinum.

IMG_2496

Íslandsmeistaramót 11-14 ára fór fram á Selfossvelli dagana 27. og 28 júni.  Þangað fóru 8 keppendur frá HSÞ.  Óvenju fáir keppendur voru í heild á þessu móti eða rétt rúmlega 200 frá 16 félögum af öllu landinu.  Þó nokkur vindur var á fyrri keppnisdegi og vindur og rigning á þeim síðari.  En okkar keppendur létu veðrið ekki hafa áhrif á sig alls náðu keppendur sér í 4 verðlaunapeninga.  Jón Alexander H. Artúrsson 13. ára varð í 3. sæti í kúlu.  Erla Rós Ólafsdóttir 12. ára varð í 3. sæti í spjóti. Hafdís Inga Kristjánsdóttir 11. ára varð í 2. sæti í kúlu og Natalía Sól Jóhannsdóttir 12 ára varð í 2. sæti í kúlu.  Að auki áttum við 4 keppendur í úrslita hlaupum í spretti.  Meistaramótin eru stigakeppni þar sem 10 efstu sætin gefa stig.  HSÞ krakkarnir fengu samtals 64 stig og voru í 8-9 sæti af 16 liðum.  Flottur árangur hjá þeim.

Frjálsíþróttaæfingar fara fram á Laugavelli á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19-20:30.  Allir velkomnir.   Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun. Slóðin er www.frjalsar.hsth.is

 

Sumarleikar HSÞ 20-21. Júní á Laugavelli

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs HSÞ í frjálsum íþróttum verða haldnir á Laugavelli dagana 20. og 21.júní. Keppni hefst klukkan 11:00 á laugardegi og 09:50 á sunnudegi. Mótsstjóri er Ari Heiðmann Jósavinsson.

HSÞ

Skráning keppenda fer fram á fri.is mótaforrit ( gamla mótaforritið) og lýkur skráningu á fimmtudags-kvöldið 18. júní kl. 24:00.

Eftir það er aðeins hægt að senda skráningar í tölvupósti á ari27@simnet.is og kostar þá hver skráning 1000.- svo vinsamlegast komið ÖLLUM skráningum í tæka tíð.

Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Vekjum athygli á því að einungis er um drög af tímaseðli að ræða á fri.is en endanlegur tímaseðill verður kominn á netið um kl. 20 föstudaginn 19. júni.

Keppnisgreinar í boði eru:

9 ára og yngri: 60 m hlaup boltakast – langstökk – 600 m hlaup.
10-11 ára:  60 m hlaup – kúluvarp – langstökk – 600 m hlaup – hástökk – spjótkast – 4×100  m boðhlaup.

12-13 ára:  60 m hlaup– kúluvarp – langstökk – 400 m hlaup – hástökk – 60 m grindahlaup – spjótkast – 800m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

14-15 ára:  100 m hlaup– langstökk – kúluvarp – 400m hlaup – 80 m og 100 m grindahlaup – hástökk – spjótkast – 800 m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

16-17 ára og karlar og konur: 60 m hlaup – 100 m hlaup – 200 m hlaup – 400 m hlaup – 800 m hlaup – 1500 m hlaup -100 m og 110 m grindahlaup – langstökk – spjótkast – hástökk – kringlukast – kúluvarp –stangarstökk – 4×100 m boðhlaup

Allir keppendur fá 4 tilraunir í stökkum og köstum.

Skráningargjald er 2500.- fyrir 9 ára og yngri og 3500.- fyrir 10 ára og eldri og skal greiða áður en keppni hefst. Félögin eru vinsamlegast beðin um að greiða í einu lagi fyrir sína keppendur inn á reikning frjálsíþróttaráðs HSÞ og senda kvittun í tölvupósti á stella@nna.is

Reikningsnúmer:  1110-05-400575.  Kt. 640409-0610.

Tjaldsvæði er við hliðina á vellinum en borga þarf sérstaklega fyrir það sem og rafmagn. Tjaldsvæðið er á vegum Dalakofans.

Sjoppa verður á vallarsvæðinu.

Frekari upplýsingar veitir Ari;  ari27@simnet.is  s:8920777

Verið velkomin.

Frjálsíþróttaráð HSÞ

 

Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Helgina 26. – 28. júní n.k. verður 5. Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Blönduósi. Eins og þið eflaust vitið þá er þetta mót skemmtileg blanda af íþróttagreinum og skemmtilegheitum fyrir 50 ára og eldri.

Blöndós 2015

Endilega hvetjið ykkar fullorðnu félaga til þess að skella sér á þetta mót. Í ár er ekkert utanumhald af hálfu HSÞ, en í bígerð er að finna fólk í nefnd sem etv. mun sjá um það á næstu árum.

Þátttökugjald er 3500,- kr óháð fjölda greina sem viðkomandi keppir í. Innifalið í gjaldinu er frítt á tjaldsvæði og alla viðburði sem tengjast mótinu. Skráning á mótið er hafin hér

Keppnisgreinar verða: boccia, dráttarvélaakstur, bridds, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, júdó, línudans, pútt, golf, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund

Sjá nánar á : www.umfi.is

Umsóknarfrestur um styrki í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ framlengdur til 15. maí

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands hefur verið framlengdur til 15. maí. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna inn á heimasíðu UMFÍ – www.umfi.is  – undir Styrkir fyrir 15. maí.

Sjóðurinn veitir m.a.að styrki til félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfingarinnar.

Nánari upplýsingar eru gefnar á þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929.

Ársþing HSÞ – Kristbjörn íþróttamaður ársins – Aníta nýr formaður

Aníta Karin Guttesen Eflingu, var kjörinn nýr formaður HSÞ á ársþingi HSÞ sem fram fór í Skúlagarði sl. sunnuag. Aníta tekur við af Jóhönnu Kristjánssdóttur sem verið hefur formaður sl. 5 ár. 50 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum HSÞ sátu þingið, auk gesta.  Kristbjörn Óskarsson Bocciamaður var kjörinn íþróttamaður HSÞ árið 2014.

Kristbjörn Óskarsson íþróttamaður HSÞ
Kristbjörn Óskarsson íþróttamaður HSÞ

Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar. Margar þeirra breyttust talsvert í meðferð nefnda og þingheims.
ÍSÍ veitti tvær heiðursviðurkenningar á þinginu, Silfurmerki ÍSÍ fékk Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir fyrir ötult starf til fjölmargra ára í þágu íþrótta og heilsu og Gullmerki ÍSÍ hlaut fráfarandi formaður, Jóhanna S. Kristjánsdóttir. Magnús Þorvaldsson, Jóhanna Kristjánsdóttir og Jón Þ Óskarsson voru sæmd starfsmerki UMFÍ. Íþróttafólk ársins 2014, úr hinum ýmsu greinum sem stundaðar eru innan HSÞ, voru einnig verðlaunuð á ársþinginu.

Íþróttamenn HSÞ 2014 eru.

Kristbjörn Óskarsson Bocciamaður HSÞ
Kristján Arnarson Skotfimimaður HSÞ
Tómas Gunnarsson Bogfimimaður HSÞ
Viðar Njáll Hákonarson Skákmaður HSÞ
Sif Heiðarsdóttir Sundmaður HSÞ
Dagbjört Ingvarsdóttir Frjálsíþróttamaður HSÞ
Einar Eyþórsson Glímumaður HSÞ
Berglind Kristjánsdóttir Knattspyrnumaður HSÞ

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá ársþinginu

2010-12-16 19.45.31
Jóhanna Kristjánsdóttir Geisla fráfarandi formaður HSÞ og Aníta Karin Guttesen Eflingu nýr formaður HSÞ

 

2010-12-16 17.17.15
Íþróttafólk HSÞ árið 2014
2010-12-16 15.25.41
Jóhanna Kristjánsdóttir Geisla var sæmd gullmerki ÍSÍ. Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ sæmdi Jóhönnu því. Jóhanna var einnig sæmd starfsmerki UMFÍ
2010-12-16 15.23.35
Torfhildur Sigurðardóttir Bjarma var sæmd starfsmerki ÍSÍ
2010-12-16 15.06.42
Magnús Þorvaldsson Völsungi var sæmdur starfsmekri UMFÍ. Kristján Þór Magnússon sonur Magnúsar tók við því fyrir hönd föður síns.
2010-12-16 15.03.39
Séð yfir salinn í Skúlagarði
2010-12-16 19.41.42
Ný kjörin formaður HSÞ, Aníta Karin Guttesen Eflingu, sleit þinginu.