Akureyrarmót á Þórsvelli helgina 18. -19. Júlí 2015

Ungmennafélag Akureyrar býður til Akureyramóts  á Þórsvellinum á Akureyri helgina 18.-19.júlí 2015.  Mótið er öllum opið en keppt er í flokkum frá 9 ára og yngri upp í karla- og kvennaflokk.

UFA

Keppnisflokkar, keppnisgreinar

9 ára og yngri

Þrautabraut að hætti þjálfara UFA

10 – 11 ára

Keppnisgreinar:

60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m, 300m hindrunarhlaup og 4x100m boðhlaup.

12 – 13 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 80m, 200m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 800m, spjótkast , 600m hindrunarhlaup og 4x100m boðhlaup.

14 – 15 ára

Keppnisgreinar:

80m grindahlaup, 100m hlaup, 200 m hlaup, langstökk, hástökk, þrístökk,  kúluvarp,kringlukast, sleggjukast, 800m og 4×100 boðhlaup.

16 ára og eldri

Keppnisgreinar:

100m ,200m, 400m, 400m grindahlaup,  100m/110m grindahlaup, langstökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, sleggjukast,  800m, 800m hindrunarhlaup og  4×100 m boðhlaup.

Tímaseðill:

Mótið hefst kl: 9:00 laugardaginn 18.júlí og sunnudaginn 19.júlí kl: 09:30.

Verðlaun:

9 ára og yngri: Allir fá verðlaunapening fyrir þátttöku í þrautabrautinni.

10 ára og eldri: Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverri grein í hverjum aldursflokki.

Skráning:                            

Skráningar berist í gegnum mótaforrit FRÍ (www.fri.is) gamla forriitið eigi síðar en fyrir miðnætti miðvikudaginn 15.júlí  2015

Skráningargjald:

Fjölþraut 9 ára og yngri 1000 kr.

10-15 ára 750 fyrir hverja grein þó aldrei meira en 3500 kr. Gjald fyrir boðhlaup er 1500 kr.

15 ára og eldri borga 1500 fyrir hverja grein þó aldrei meira en 5000 kr. Gjald fyrir boðhlaup er 3000 kr.

Skráningargjöld greiðist fyrirfram inn á reikning UFA: 0566-26-7701, Kt. 520692-2589. Kvittun sendist á sob@simnet.is

Óskað er eftir að hvert félag geri upp í einni heild fyrir keppendur sína.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um mótið fást i síma –  7772200 (Sigurður Magnússon)

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 10.-12. júlí DAGSKRÁ

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum helgina 10.-12. júlí.

Hátíðin er ein stærsta og fjölbreyttasta íþróttahátíð sem fram fer á Austurlandi og í ár verður hún með enn stærra og glæsilegra sniði en áður.

Sumarhátíðin er opin öllum aldurshópum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:

Föstudagur 10. júlí
 • 15:00 Púttmót eldri borgara í Pósthúsgarðinum, veitingar í boði Fellabakarís.
 • 16:00 Sundleikfimi fyrir alla aldurshópa í Sundlauginni á Egilsstöðum.
 • 17:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum
 • 18.00 LVF mótið í borðtennis í Nýung
 • 20:00 Ljóðaupplestrarkeppni í Sláturhúsinu, verðlaun í boði Bókakaffis.
 • 20:30 Sundlaugarpartý í sundlauginni á Egilsstöðum, allir keppendur velkomnir.
Laugardagur 11. júlí
 • 9:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum
 • 10:30 Arionmótið í crossfit fyrra WOD á Vilhjálmsvelli, verðlaun í boði WOD búðarinnar.
 • 11:00 Bólholtsstreet körfuknattleiksþrautir á Vilhjálmsvelli
 • 12:30 Nettómótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
 • 14:00 Crossfit kynning á Vilhjálmsvelli
 • 14:30 Arionmótið í crossfit á Vilhjálmsvelli, verðlaun í boði WOD búðarinnar.
 • 17:00 Grillveisla í Tjarnargarði í boði Alcoa og afhending úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa
 • 17:30 Frisbígolfkynning og vígslumót frisbígolfsvallar í Tjarnargarði, verðlaun í boði Frisbígolfbúðarinnar.
 • 20:00 Ringókynning og -mót í Bjarnadal
Sunnudagur 12. júlí
 • 9:30 Nettómótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
 • 10:30 Bocciamót Héraðsprents á Vilhjálmsvelli
 • 11:30 Bogfimikynning og mót á Vilhjálmsvelli, efra svæði, verðlaun í boði Bogfimisetursins.

Þátttökugjald er 2000 kr á keppenda óháð greinafjölda. Skráningarfrestur í sund og frjálsar íþróttir rennur út á miðnætti 8. júlí.

Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið uia@uia.is

Nánari upplýsingar – uia.is

Fréttir frá frjálsíþróttaráði HSÞ

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan við sendum pistil frá okkur síðast.  9 keppendur frá HSÞ fóru á Bogamót UFA í lok apríl.  Alls náðust 16 verðlauna sæti á þessu móti hjá okkar keppendum.  Helstu úrslit hjá okkar keppendur voru; Í flokki 10-11 ára Katrín Rúnarsdóttir 1. sæti í skutlukasti, hástökki og 60 m. hlaupi. 2.sæti í langstökki og 600 m. hlaupi og 3. sæti í 60 m. grindahlaupi.

Katrín Rúnarsdóttir
Katrín Rúnarsdóttir

Í flokki 12-13 ára.  Katla María Kristjánsdóttir varð í 3. sæti í langstökki. Natalía Sól Jóhannesdóttir varð í 2. sæti kúlu. Jón Alexander Artúrsson varð í 1. sæti í kúlu. Heimir Ari Heimisson varð í 2. sæti í hástökki og langstökki. 3. sæti 60 m. hlaupi.  Hlynur Andri varð í 3. sæti  í kúlu.
Í flokki 14-15 ára.   Unnar Þór Hlynsson 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 60 m. hlaupi.  Í flokki kvenna varð Arna Dröfn Sigurðardóttir í 3. sæti í langstökki.

 

 

Í vor þurftum við að fresta Frjálsíþróttaskóla UMFÍ vegna veðurs en  hann átti að vera 8-12 júni. Við töldum að þar sem þessi skóli fer að mestu fram utandyra gætum við ekki boðið börnunum upp á að vera úti í kulda allan daginn það myndi einnig  draga úr áhuga þeirra á æfingunum.  En nú ætlum við að hafa frjálsíþróttaskólann 20.-24. júlí og er hægt að skrá sig og fá frekari upplýsingar með því að senda póst á huldae@mi.is.  Í frjálsíþróttaskólanum eru kenndar og æfðar frjálsar íþróttir undir leiðsögn Bróa, Jóns Fr. Benónýssonar, tvisvar sinnum á dag.  Auk þess að vera í frjálsum íþróttum er farið í sund, ratleik, haldnar kvöldvökur og ýmislegt fleira í boði.  Frjálsíþróttaskólinn er fyrir alla frá 11-18 ára.  10 ára er hleypt inn ef þau eru mjög áhugasöm.

IMG_2979

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs  fóru fram á Laugavelli  20. og 21. júni og voru alls skráðir keppendur 119.  Auk HSÞ komu keppendur frá nágrannafélögum okkar UFA, UMSE, UÍA, UMSS og USAH.  Keppendur HSÞ voru alls 27 á þessu móti og stóðu sig með prýði.  Helstu úrslit okkar keppenda voru:

Í flokki keppenda 16-17 ára var Arna Dröfn Sigurðardóttir í 1. sæti langstökki og 3 sæti í hástökki og 100 m. hlaupi.  Í flokki karla var Snæþór Aðalsteinsson í 1 sæti í 1500 m. hlaupi og 2 sæti í 800 m. hlaupi.

Í flokki 16-17 ára var Hlynur Aðalsteinsson í 3. sæti bæði í 1500 m. hlaupi og 800 m. hlaupi.  Í flokki 14-15 ára. Var Eyþór K. Ingólfsson í 2. Sæti í hástökki, 3 sæti í kúlu, langstökki, kringlu og spjóti. Arna Védís Bjarnadóttir varð 3 í langstökki.

Í flokki 12-13 ára var Heimir Ari Heimisson í 2. sæti í langstökki, 400 m hlaupi, hástökki og 3 sæti í 60 m. spretti.  Ari Ingólfsson varð í 3 sæti í kúlu og 60 m. grindahlaupi.  Natalía Sól Jóhannsdóttir var í 3. sæti í kúlu.

IMG_2986

10-11 ára var Hafdís Inga Kristjánsdóttir  í 1. sæti í spjóti, kúlu og 3. Sæti í 60. m. hlaupi.  Brimir Búason varð í 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 600 m. hlaupi.  Hafþór Höskuldsson varð í 3. sæti í 60 m. hlaupi.  Þegar kringlukast fór fram birtist allt í einu rúmlega sjötugur þjóðverji, Klaus Albert,  sem vildi fá að taka þátt í kringlukasti .    Klaus átti lengsta kastið í keppninni en það var 35.98.  En Klaus er Þýskalandsmeistari setti heimsmet þegar hann var sextugur í sínu heimalandi.  Valgerður Jónsdóttir, sem er gamalreynd HSÞ kona, tók þátt á mótinu og sýndi að hún hefur engu gleymt. Hún keppti í langstökki og 60 m spretti og varð í 1. sæti í báðum greinum.

IMG_2496

Íslandsmeistaramót 11-14 ára fór fram á Selfossvelli dagana 27. og 28 júni.  Þangað fóru 8 keppendur frá HSÞ.  Óvenju fáir keppendur voru í heild á þessu móti eða rétt rúmlega 200 frá 16 félögum af öllu landinu.  Þó nokkur vindur var á fyrri keppnisdegi og vindur og rigning á þeim síðari.  En okkar keppendur létu veðrið ekki hafa áhrif á sig alls náðu keppendur sér í 4 verðlaunapeninga.  Jón Alexander H. Artúrsson 13. ára varð í 3. sæti í kúlu.  Erla Rós Ólafsdóttir 12. ára varð í 3. sæti í spjóti. Hafdís Inga Kristjánsdóttir 11. ára varð í 2. sæti í kúlu og Natalía Sól Jóhannsdóttir 12 ára varð í 2. sæti í kúlu.  Að auki áttum við 4 keppendur í úrslita hlaupum í spretti.  Meistaramótin eru stigakeppni þar sem 10 efstu sætin gefa stig.  HSÞ krakkarnir fengu samtals 64 stig og voru í 8-9 sæti af 16 liðum.  Flottur árangur hjá þeim.

Frjálsíþróttaæfingar fara fram á Laugavelli á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19-20:30.  Allir velkomnir.   Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun. Slóðin er www.frjalsar.hsth.is

 

Sumarleikar HSÞ 20-21. Júní á Laugavelli

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs HSÞ í frjálsum íþróttum verða haldnir á Laugavelli dagana 20. og 21.júní. Keppni hefst klukkan 11:00 á laugardegi og 09:50 á sunnudegi. Mótsstjóri er Ari Heiðmann Jósavinsson.

HSÞ

Skráning keppenda fer fram á fri.is mótaforrit ( gamla mótaforritið) og lýkur skráningu á fimmtudags-kvöldið 18. júní kl. 24:00.

Eftir það er aðeins hægt að senda skráningar í tölvupósti á ari27@simnet.is og kostar þá hver skráning 1000.- svo vinsamlegast komið ÖLLUM skráningum í tæka tíð.

Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.

Vekjum athygli á því að einungis er um drög af tímaseðli að ræða á fri.is en endanlegur tímaseðill verður kominn á netið um kl. 20 föstudaginn 19. júni.

Keppnisgreinar í boði eru:

9 ára og yngri: 60 m hlaup boltakast – langstökk – 600 m hlaup.
10-11 ára:  60 m hlaup – kúluvarp – langstökk – 600 m hlaup – hástökk – spjótkast – 4×100  m boðhlaup.

12-13 ára:  60 m hlaup– kúluvarp – langstökk – 400 m hlaup – hástökk – 60 m grindahlaup – spjótkast – 800m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

14-15 ára:  100 m hlaup– langstökk – kúluvarp – 400m hlaup – 80 m og 100 m grindahlaup – hástökk – spjótkast – 800 m hlaup – 4×100 m boðhlaup.

16-17 ára og karlar og konur: 60 m hlaup – 100 m hlaup – 200 m hlaup – 400 m hlaup – 800 m hlaup – 1500 m hlaup -100 m og 110 m grindahlaup – langstökk – spjótkast – hástökk – kringlukast – kúluvarp –stangarstökk – 4×100 m boðhlaup

Allir keppendur fá 4 tilraunir í stökkum og köstum.

Skráningargjald er 2500.- fyrir 9 ára og yngri og 3500.- fyrir 10 ára og eldri og skal greiða áður en keppni hefst. Félögin eru vinsamlegast beðin um að greiða í einu lagi fyrir sína keppendur inn á reikning frjálsíþróttaráðs HSÞ og senda kvittun í tölvupósti á stella@nna.is

Reikningsnúmer:  1110-05-400575.  Kt. 640409-0610.

Tjaldsvæði er við hliðina á vellinum en borga þarf sérstaklega fyrir það sem og rafmagn. Tjaldsvæðið er á vegum Dalakofans.

Sjoppa verður á vallarsvæðinu.

Frekari upplýsingar veitir Ari;  ari27@simnet.is  s:8920777

Verið velkomin.

Frjálsíþróttaráð HSÞ

 

Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi

Helgina 26. – 28. júní n.k. verður 5. Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Blönduósi. Eins og þið eflaust vitið þá er þetta mót skemmtileg blanda af íþróttagreinum og skemmtilegheitum fyrir 50 ára og eldri.

Blöndós 2015

Endilega hvetjið ykkar fullorðnu félaga til þess að skella sér á þetta mót. Í ár er ekkert utanumhald af hálfu HSÞ, en í bígerð er að finna fólk í nefnd sem etv. mun sjá um það á næstu árum.

Þátttökugjald er 3500,- kr óháð fjölda greina sem viðkomandi keppir í. Innifalið í gjaldinu er frítt á tjaldsvæði og alla viðburði sem tengjast mótinu. Skráning á mótið er hafin hér

Keppnisgreinar verða: boccia, dráttarvélaakstur, bridds, frjálsar íþróttir, hestaíþróttir, júdó, línudans, pútt, golf, pönnukökubakstur, ringó, skák, skotfimi, starfshlaup, stígvélakast og sund

Sjá nánar á : www.umfi.is