Ársþing HSÞ – Þórarinn Ragnarsson er íþróttamaður HSÞ 2018

Ársþing HSÞ fór fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit í gær sunnudag. 60 þingfulltrúar frá 19 aðildarfélögum HSÞ mættu á þingið, auk gesta frá ÍSÍ og UMFÍ. Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ heiðraði tvo einstaklinga fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Jón Friðrik Benónýssonfékk gullmerki ÍSÍ og Kristján Stefánsson Mývetningi fékk silfurmerki ÍSÍ.

Viðar Sigurjónsson afhendir Jóni Friðriki Benónýssyni gullmerki ÍSÍ
Lesa áfram „Ársþing HSÞ – Þórarinn Ragnarsson er íþróttamaður HSÞ 2018“

Ert þú búinn að lesa um Æfum alla ævi?

Ársþing HSÞ fer fram á sunnudag í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Alls eiga 80 fulltrúar aðildarfélaga og ráða HSÞ rétt til setu á þinginu. Tíu tillögur liggja fyrir þinginu, meðal annarra stefna HSÞ í íþrótta- og æskulýðsmálum Æfum alla ævi. Stefnan er langtímaverkefni ætluð til þess að auka og efla hreyfingu, íþróttaiðkun og starf þeirra sem taka þátt í starfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Lesa má meira um stefnuna og allar tillögur sem liggja fyrir þinginu á heimasíðu HSÞ undir http://hsth.is/fundargerdir/thingskjol-arsthinga/

Námskeið í Ólympíu – ert þú rétti aðilinn?

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 1.- 15. júní n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið „Olympic Diplomacy and Peace?“

Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér starfsemi Alþjóða Ólympíuakademíunnar ásamt því að taka þátt í umræðum um gildi og hugsjónir Ólympíuhreyfingarinnar. Flugferðir, gisting og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er að einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum Ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Æskilegt er að umsækjandi sjái fram á áframhaldandi starf innan íþróttahreyfingarinnar á næstu árum. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Þátttakendur taka þátt í alþjóðlegu námskeiðahaldi í tæpar tvær vikur og búa á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu. Unnið er í lotum fyrir hádegi og eftir hádegi sem gjarnan lýkur á umræðum. Að því loknu er ýmislegt gert til að hrista hópinn saman; keppt í allskonar íþróttum, farið á ströndina og í skoðunarferðir. Reynsla þeirra sem hafa farið er að þau hafa öðlast dýpri skilning á sögu Ólympíuleikanna, fyrir hvað Ólympíuhugsjónin stendur og hvernig megi miðla þeirri þekkingu áfram. Það dýrmætasta hafa þó verið vináttuböndin sem þátttakendur mynda að lokinni tveggja vikna dvöl.
Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en miðvikudaginn 27. febrúar n.k

Hérna er tilvitnun frá Dominiqu Belanyi landsliðskona í  fimleikum sem fór í fyrra.
Þetta voru ólýsanlegar tvær vikur, frábær lífsreynsla og minningar sem munu seint gleymast. Fyrirlestarnir og námið var áhugavert og hvetjandi, íþróttaviðburðirnir ótrúlega skemmtilegir en það sem stendur mest upp úr er félagslegi þátturinn og fólkið sem maður kynntist.

Umsókn skal skilað á ensku á skrifstofu ÍSÍ og skulu fylgja henni tvær passamyndir.  Frekari upplýsingar veitir Þórarinn Alvar Þórarinsson verkefnastjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, sími 514 4000, alvar@isi.is.Frekari upplýsingar veitir Þórarinn Alvar Þórarinsson verkefnastjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, sími 514 4000, alvar@isi.is.

Elísabet með gull í 600m

This image has an empty alt attribute; its file name is image-e1550051594288-325x400.png

Meistaramótum Íslands innanhúss í frjálsum í aldursflokkum 11-14 ára og 15-22 ára er nú lokið þetta tímabilið. HSÞ átti alls 6 fulltrúa á þessum mótum sem áttu alla jafna góða daga með persónulegum bætingum. Meðal helstu afreka að þessu sinni má nefna 2. sæti hjá Halldóri Tuma Ólasyni í langstökki 18-19 ára drengja en þar jafnaði hann sinn besta árangur með stökki upp á 6,33m og var aðeins 2 cm frá gullinu. Þá náði Elísabet Ingvarsdóttir 3. sæti í 60m hlaupi 11 ára stúlkna en hún hljóp á 9,53s best. Toppurinn var þó líklega gullverðlaun Elísabetar í 600m hlaup 11 ára stúlkna en hún vann hlaupið með yfirburðum á persónulegu meti 2:04,71 mín.

Öll úrslit mótsins má finna á mótaforriti FRÍ http://thor.fri.is

Lífshlaupið hefst 6. febrúar – vertu með 🤸‍♀️💪

Hreyfir þú þig reglulega?
Embætti Landlæknis ráðleggur fullorðnum að hreyfa sig af meðalákefð í minnst 30 mínútur daglega og börnum og unglingum í minnst 60 mínútur daglega.
Og þetta þarf ekki að vera samfleytt hreyfing heldur má skipta henni niður 😊

Í lífshlaupinu, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, er markmiðið að allir nái þessum ráðleggingum. Hægt er að taka þátt sem lið eða sem einstaklingar og fara skráningar fram á www.lifshlaupid.is

Hefur þú tíma fyrir heilsuna í dag?

  • vinnustaðakeppni frá 6. – 26. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
  • framhaldsskólakeppni frá 6. –  19. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)
  • grunnskólakeppni frá 6. – 19. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
  • einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið