Ársþing HSÞ 2014 á Laugum í Reykjadal

Ársþing Héraðssambands Þingeyinga verður haldið í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal (í matsal skólans) sunnudaginn 23. mars n.k.

Boðaðir þingfulltrúar eru rétt yfir 80 talsins og hafa aldrei verið fleiri, því stöðugt fjölgar félögum innan sambandsins, en HSÞ hefur 31 aðildarfélag innan sinna raða.

DAGSKRÁ er gróflega sem hér segir:
10:00 ÞINGSETNING
10:10 Skýrsla stjórnar / Reikningar sambandsins Umræður
11:00 Skýrsla og reikningar sambandsins borin undir atkvæði
11:15 Ávörp gesta
11:45 Mál lögð fyrir þingið / Skipan í starfsnefndir
12:00 MATARHLÉ
13:00 Nefndastörf / Afgreiðsla mála
14:30 Kosningar
15:00 KAFFIHLÉ
15:15 Íþróttafólk HSÞ, verðlaunaafhending
15:45 Önnur mál
16:00 ÞINGSLIT
Fyrir hönd stjórnar HSÞ, með von um góða mætingu og gott þing.
Elín Sigurborg Harðardóttir,
framkvæmdastjóri HSÞ

AÐALFUNDUR FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐS HSÞ

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSÞ verður haldinn mánudaginn 17. mars 2014 kl. 20:00 á Grænatorginu í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Dagskrá fundarins:
1. Setning aðalfundar
2. Kosning fundarstjóra og ritara.
3. Kosning kjörbréfanefndar og allsherjarnefndar (3 menn í hvora)
4. Skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Einnig árstillögur ef til kemur.
6. Lagabreytingar og tillögur sem borist hafa, teknar til meðferðar.
7. Kosning formanns ráðsins.
8. Kosning ritara sem er jafnframt varaformaður.
9. Kosning gjaldkera.
10. Kosning tveggja varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna.
11. Önnur mál.
12. Fundi slitið.

Með von um að sjá ykkur sem flest
Fyrir hönd frjálsíþróttaráðs HSÞ
Ágústa Pálsdóttir formaður

Fjölmennur aðalfundur Umf. Langnesinga

Það var vel mætt á aðalfund Umf. Langnesinga, en hann var haldinn 1. mars sl. Um 30 manns mættu á fundinn og voru umræður málefnalegar og góðar. Í skýrslu stjórnar kom fram að félagið heldur úti öflugu og metnaðarfullu starfi í ýmsum íþróttagreinum. Fjölbreyttar fjáraflanir eru stundaðar til að fjármagna starfið og ýmsar samkomur haldnar. Ársreikningar sýndu góða stöðu félagsins.
Nokkrar breytingar urðu í stjórn, úr stjórninni gengu Ingveldur Eiríksdóttir, Halldóra Magnúsdóttir og Agnar Jónsson. Ný inn í stjórn komu Albert Jón Hólm Sigurðsson og Marta Uscio. Aðrir í stjórn eru Sölvi Steinn Alfreðsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Valgerður Sæmundsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir og Hulda Kristín Baldursdóttir.
Á fundinum voru sýndar myndir úr starfi félagsins, m.a. af Ásbyrgismóti, og í lok fundar var boðið upp á vöfflur sem félagsmenn í 7. bekk bökuðu. Síðan var farið í leiki, glens og grín í íþróttasalnum.
Fulltrúi HSÞ á fundinum var Halldóra Gunnarsdóttir.