AÐALFUNDUR FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐS HSÞ

Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSÞ verður haldinn mánudaginn 17. mars 2014 kl. 20:00 á Grænatorginu í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Dagskrá fundarins:
1. Setning aðalfundar
2. Kosning fundarstjóra og ritara.
3. Kosning kjörbréfanefndar og allsherjarnefndar (3 menn í hvora)
4. Skýrsla fráfarandi stjórnar.
5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Einnig árstillögur ef til kemur.
6. Lagabreytingar og tillögur sem borist hafa, teknar til meðferðar.
7. Kosning formanns ráðsins.
8. Kosning ritara sem er jafnframt varaformaður.
9. Kosning gjaldkera.
10. Kosning tveggja varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna.
11. Önnur mál.
12. Fundi slitið.

Með von um að sjá ykkur sem flest
Fyrir hönd frjálsíþróttaráðs HSÞ
Ágústa Pálsdóttir formaður

Fjölmennur aðalfundur Umf. Langnesinga

Það var vel mætt á aðalfund Umf. Langnesinga, en hann var haldinn 1. mars sl. Um 30 manns mættu á fundinn og voru umræður málefnalegar og góðar. Í skýrslu stjórnar kom fram að félagið heldur úti öflugu og metnaðarfullu starfi í ýmsum íþróttagreinum. Fjölbreyttar fjáraflanir eru stundaðar til að fjármagna starfið og ýmsar samkomur haldnar. Ársreikningar sýndu góða stöðu félagsins.
Nokkrar breytingar urðu í stjórn, úr stjórninni gengu Ingveldur Eiríksdóttir, Halldóra Magnúsdóttir og Agnar Jónsson. Ný inn í stjórn komu Albert Jón Hólm Sigurðsson og Marta Uscio. Aðrir í stjórn eru Sölvi Steinn Alfreðsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Valgerður Sæmundsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir og Hulda Kristín Baldursdóttir.
Á fundinum voru sýndar myndir úr starfi félagsins, m.a. af Ásbyrgismóti, og í lok fundar var boðið upp á vöfflur sem félagsmenn í 7. bekk bökuðu. Síðan var farið í leiki, glens og grín í íþróttasalnum.
Fulltrúi HSÞ á fundinum var Halldóra Gunnarsdóttir.

AÐALFUNDUR UMF LANGNESINGA

Hinn árlegi og að sjálfsögðu skemmtilegi aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga verður haldinn laugardaginn 1. mars 2014 og verður fundurinn haldinn í matsal íþróttahússins Veri og hefjast herlegheitinn kl. 14:00. Allir velkomnir á fundinn, ungir jafnt sem aldnir. Enginn neyddur í stjórn né nefndirJ. Að fundi loknum verður boðið upp á vöfflukaffi og farið svo í smá glens og gaman niðri í sal. Þar leikum við okkur öll saman fullorðnir og börn.
DagskráUMFL_3
Fundarsetning
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fram
Kostning stjórnar
Önnur skemmtileg mál sem koma upp
Vonumst til að sjá sem flesta og eigum góðan og skemmtilegan dag saman þar sem við förum yfir mál UMFL í máli, myndum og tölum.
Stjórn UMFL