Æfingabúðir á Þórshöfn

Frjálsíþróttaráð HSÞ stóð fyrir sólarhrings æfingabúðum í frjálsum íþróttum  á Þórshöfn dagana 16.-17. janúar.  Við vorum 9 sem  lögðum  af stað frá Laugum með bíl frá Fjallasýn, 5 bættust við á Húsavík og 2 i Kelduhverfi. Ferðin austur gekk vel og fengum við góðar móttökur á Þórshöfn. Á Þórshöfn er stórt og mikið íþróttahús sem við fengum afnot af en gistingin var í félagsheimilinu sem er rétt við íþróttahúsið. Fyrsta æfingin var kl. 17 og voru það Bjargey, Hlynur, Eyþór og  Unnar elstu iðkendur okkar sem sáu um þá æfingu í fjarveru Bróa. Mætingin var mjög góð en 43 einstaklingar voru í allt mættir.  Eftir æfingu skelltu krakkarnir  sér í   sund, ísbað og heitan pott áður en farið var að borða. Ísfélagið á Þórshöfn og frjálsíþróttaráð buðu upp á pizzu og UMFL bauð upp á gos með. Eftir mikla pizzu veislu  var kvöldvaka.  Farið var í spurningakeppni, sýnd voru ýmiss frumsamin skemmtiatriði og svo var frjáls tími. ULMF bauð líka upp á popp á kvöldvökunni.  Um 30 manns gistu í félagsheimilinu, bæði  gestir og heimamenn.

Þórshöfn 3

Klukkan níu á laugardagsmorgunn var morgumatur en nauðsynlegt er að borða vel og ekki rétt fyrir æfingu.  Iðkendur skelltu sér í fótbolta fyrir æfingu og var skipt í lið heimamenn á móti gestum.  Heimamenn unnu.  Fyrri æfing dagsins var kl. 10  og var Brói þjálfari þá mættur á Þórshöfn.   Brói  lék við hvern sinn fingur enda taldi hann sig ekki hafa haft svona marga á æfingu í 20-30 ár.  Það var glatt á hjalla og ýmsar  æfingar í boði.  Brói útskýrði vel tilgang æfinga og sagði að nauðsynlegt væri að gera alls konar æfingar til að samhæfa huga og líkama.  Kapítóla og Ásdís þjálfarar á Þórshöfn aðstoðuðu við þjálfun sem og foreldrar og aðrir  sjálfboðaliðar.   Eftir æfingu var borðað nesti og ávextir sem UMFL  gaf.  Hvíldartími tók við eftir mat sem var m.a. notaður í að ganga frá upp í félagsheimili.   En nauðsynlegt er líka að kunna að hvíla líkamann milli átaka.  Eitthvað fannst krökkunum  þó hvíldartíminn vera langur og voru þau fljótlega farin í feluleik og svo í fótbolta aftur.  Þá  unnu gestir.    Í upphafi seinni æfingar var tekinn hópmynd.  Brói lét krakkana fara í hraðaaukningar, drillur og styrktaræfingar.  Minnti á að nota vel hendur til að halda jafnvægi.   Eftir góðar teygjur í lok æfingar  fóru krakkarnir svo í sund eftir æfingu.   Áður en við fórum heim var reynt að klára nesti, og ávexti.

Þórshöfn 4

Óhætt er að segja að allt hafi gengið upp þennan sólarhring.  Iðkendur eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu  hvort sem var á æfingum eða utan vallar.  Ævinlega kurteis og prúð.  Það var reglulega gaman að sjá alla þessa hæfileikaríku krakka saman og vonandi sjáum við til þeirra flestra í framtíðinni.

En af hverju erum við að hafa svona æfingabúðir?  Jú það er nauðsynlegt að brydda upp á ýmsum uppákomum fyrir iðkendur.  Starfssvæði  HSÞ er stórt og æfðar eru frjálsar íþróttir  á þremur stöðum á svæðinu.  Það er gaman fyrir krakkana að hittast og kynnast  líka utan æfinga og keppni.

Þökkum UMFL kærlega fyrir góðar móttökur og gott skipulag.

Dagatal frjálsíþróttaráðs kemur úr prentun í vikulok.  Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að greiða  fyrir dagatalið og styrkja þannig iðkendur okkar.  Fram undan eru fjölmörg íþróttamót og flest þeirra eru í Reykjavík.

Nóvembermót HSÞ

Nóvembermót HSÞ verður haldið í íþróttahúsinu á Laugum 16. nóvember og hefst kl:12:00. Keppt verður i 30 m. hlaupi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi.
HSÞ
Keppt verður í flokkum 9 ára og yngri, 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16-17 ára.
Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal að keppni lokinni.
Sjoppa á staðnum
Stefnt er á að hafa sundlaugina opna frá kl:15-17
Þjálfarar taka niður skráningar á æfingum í næstu viku líka hægt að senda á huldae@mi.is

Sumarleikar HSÞ 2014

Sumarleikar HSÞ fóru fram á Laugavelli sl. helgi. Alls mættu 147 keppendur til leiks frá 9 félögum.  Það eru heldur færri keppendur en á undanförnum Sumarleikum sem skýrist af því að Gautaborgarleikar voru á sama tíma.  Gott veður var báða dagana þó heldur kaldara á sunnudeginum. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og allir höfðu gaman af. Eitt Íslandsmet var sett en það var hinn stórefnilegi Ragúel Pino Alexandersson 13 ára frá UFA  sem stökk 5,68 í langstökki.

Boðhlaupssveit 10-11 ára hnáta; Hafdís Inga Kristjánsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Natalía Sól Jóhannsdóttir
Boðhlaupssveit 10-11 ára hnáta; Hafdís Inga Kristjánsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Natalía Sól Jóhannsdóttir

Brói þjálfari (Jón Friðrik Benónýsson) á um þessar mundir 50 ára keppnisafmæli í frjálsum íþróttum.  Af því tilefni skoraði hann á  Þorstein Ingvarsson í 60 m. hlaup.  En Brói telur hann besta frjálsíþróttakarlmann fyrr og síðar í sögu HSÞ.  Þorsteinn vann en Brói hljóp á 10,10 sek.

Þorsteinn Ingvarsson og Jón Friðrik Benónýsson kátir eftir hlaupið
Þorsteinn Ingvarsson og Jón Friðrik Benónýsson kátir eftir hlaupið

HSÞ átti 33 keppendur og  stóðu þeir sig að venju  vel. Helsti árangur keppenda frá HSÞ var:

Í flokki 9 og yngri:

Jakob Héðinn Róbertsson var í 1. sæti í 60 m hlaupi, langstökki og 400 m langhlaupi.
Hafþór Höskuldsson var í 1. sæti í boltakasti, 3. sæti í 60 m hlaupi og langstökki.
Edda Hrönn Hallgrímsdóttir var í 2. sæti í langstökki.

Í flokki 10 – 11 ára:

Bergþór Snær Birkisson var í 1. sæti í hástökki.
Ari Ingólfsson var í 1. sæti í spjótkasti  og 3. sæti í hástökki.
Guðni Páll Jóhannesson var í 2. sæti í 60 m hlaupi og 3. sæti í langstökki.
Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir var í 1. sæti í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki og 600 m hlaupi.
Natalía Sól Jóhannsdóttir var í 3. sæti í 60 m hlaupi, spjótkasti og kúluvarpi.
Hafdís Inga Kristjánsdóttir var í 2. sæti í spjótkasti og kúlu.

Í flokki 12-13 ára:

Benóný Arnórsson var í 3.sæti í 200 m hlaupi.
Páll Vilberg Róbertsson var í 2. sæti í spjótkasti.
Katla María Kristjánsdóttir var í 2. sæti í langstökki og 3. sæti í 60 m hlaupi.

Í flokki 14-15 ára:

Eyþór Kári Ingólfsson var í 1. sæti í kringlukasti, 2. sæti í spjótkasti og hástökki og í 3. sæti í kúluvarpi og langstökki.
Unnar Þór Hlynsson var í 2.sæti í langsstökki, 3. sæti í 100 m. hlaupi og spjótkasti.
Hlynur Aðalsteinsson var í 1. sæti í 1500 m hlaupi og 2. sæti í 800 m hlaupi.

Í flokki 16-17 ára:

Arna Dröfn Sigurðardóttir var í 1. sæti í 60 m hlaupi og langstökki og 2. sæti í hástökki.
Auður Gauksdóttir var í 3.sæti í hástökki.
Marta Sif Baldvinsdóttir var í 2. sæti í kúluvarpi.

Í flokki karla og kvenna:

Snæþór Aðalsteinsson var í 2.sæti í 1500 m hlaupi.
Dagbjört Ingvarsdóttir var í 1. sæti í langstökki.

Einnig átti HSÞ 4 boðhlaupssveitir á verðlaunapalli.

Við þökkum  öllum fyrir komuna á Sumarleika, starfsfólki fyrir vel unnin störf og velunnurum fyrir stuðninginn en HSÞ, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Heimabakaríi og Ferðaþjónustan á Narfastöðum styrktu leikana að þessu sinni .

Frjálsíþróttaráð HSÞ – Hulda Skarphéðinsdóttir.