UMF Geisli sendir knattspyrnulið til keppni í 4. deild

Ungmennafélagið Geisli í Aðaldal mun stilla upp meistaraflokksliði karla í knattspyrnu í sumar og hefur liðið verið skráð til keppni í 4. deildinni sem hefst síðustu helgina í maí. Einn af liðsmönnum Geisla, Hrannar Guðmundsson, sagði í spjalli við 641.is að þessi hugmynd að spila í 4. deildinni í sumar hefði kviknað sl. haust og veturinn hefði verið nýttur til undirbúnings.

geisli

Dregið var í fjóra riðla í gær í 4. deildinni og dróst lið Geisla í C-riðil ásamt 6 öðrum liðum sem koma öll af höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan lið Kormáks/Hvatar frá Hvammstanga. Ekki er búið að fastsetja leikdaga.

Mynd: Lið Geisla sem varð Íslandsmeistari árið 2004 í 7 manna liðakeppni.

Lesa nánar á 641.is