Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ – umsóknarfrestur rennur út

apríl 1

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi og er úthlutað úr sjóðnum í maí.
UMFÍ hvetur sérstaklega til þess að sótt verði um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldri aldurshópa.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Umsóknareyðiblöð má finna inná heimsíðu UMFÍ undir „Umsóknir og sjóðir“.

Upplýsingar

Dagsetn:
apríl 1