Landsmót – Íþróttaveisla UMFÍ

When:
26. júní, 2020 – 28. júní, 2020 all-day
2020-06-26T00:00:00+00:00
2020-06-29T00:00:00+00:00
Where:
Kópavogur

Landsmót UMFÍ fóru fram á nokkurra ára fresti frá árunum 1909 – 2013. Strax við stofnun UMFÍ árið 1907 kom fram mikill áhugi á því að halda allsherjar íþróttamót fyrir landið allt. Mótin voru hin glæsilegustu og fóru fram víðs vegar um landið. Eftir mótið árið 2013 þótti kominn tími til að breyta mótinu með breyttum tíðaranda. Landsmótið – íþróttaveisla UMFÍ fór fram sumarið 2018 sem nýju og fersku sniði. Dagana 26. – 28. júní 2020 fer fram Íþróttaveisla UMFÍ. Um er að ræða lýðheilsuhátíð fjölskyldunnar þar sem allir 18 ára og eldri geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

https://www.ithrottaveisla.is/