Buch-Orkugangan

When:
28. mars, 2020 @ 11:00
2020-03-28T11:00:00+00:00
2020-03-28T11:15:00+00:00
Where:
Húsavík

Eitt af sjö mótum Íslandsgöngunnar

Buch-Orkugangan er skemmtileg ganga fyrir alla, á öllum aldri, bæði þá sem leitast eftir ánægjulegri útivist og félagsskap, og eins metnaðarfyllra keppnisfólki. Gangan hefst á Þeistareykjum og endar á gönguskíðasvæðinu á Reykjarheiði. Boðið verður upp á þrjár vegalengdir 25 og 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.

Rásmark 25 km er á Þeistareykjum. Rásmark 10 km er suðaustan við Höskuldsvatn. Rásmark 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.

25km Buch-Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.