Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Umhverfissjóður UMFÍ – umsóknarfrestur rennur út

maí 15

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélags-hreyfingarinnar. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 15. apríl. Tilkynnt verður um úthlutun til verkefna 15. maí. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og verkefnið sé umhverfisverkefni.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Við úthlutun úr sjóðnum er horft til verkefna sem tengjast yngra fólki og verkefna sem stuðla að auknum tengslum við náttúru landsins.

Umsóknareyðiblöð má finna inná heimsíðu UMFÍ undir „Umsóknir og sjóðir“.

Upplýsingar

Dagsetn:
maí 15