Fjölskyldan á fjallið í HREYFIVIKU UMFÍ

Family_move_1

Nú stendur yfir Hreyfivika UMFÍ og HSÞ tekur þátt í annað sinn og nú í samstarfi við Norðurþing.  Heilmikil dagskrá  er í gangi alla vikuna og má sjá hana  hér: Dagskrá Hreyfiviku í Norðurþing

HSÞ er einnig að myndast við að vera boðberi Hreyfivikunnar í Þingeyjarsveit.  Ókeypis er í sund í sundlauginni á Stórutjörnum þessa vikuna og tekur þátt í sundkeppni sveitarfélaga.  Ekki möguleiki á Laugum þar sem sundlaugin þar er í viðgerðarástandi. Einnig er gönguferð í Þingeyjarsveit í kvöld:

Mountain_move_1

„Fjölskyldan á fjallið“ – gestabókarganga númer tvö – gestabókarganga að Nykurtjörn við Geitafell  – kl. 20:00     

Farinn er vegur 87;  Hólasandur  – og ekið að skilti með áletrun „Hringsjá á Geitafellshnjúk“ – staðsett rétt hjá eyðibýlinu Geitafelli. Gengið verður sem leið liggur upp að Nykurtjörn sem liggur austan megin í hlíð Geitafells.  Gestabókarkassinn verður staðsettur þar.

„Áttavilltar – gönguhópur kvenna“ mun leiða gönguna og koma fyrir þar til gerðum kassa fyrir gestabókina í verkefni UMFÍ „Fjölskyldan á fjallið“

P.S.: Ef farið er alla leið upp á hnjúkinn þá er það 3 km leið upp á toppin, þar sem staðsett er útsýnisskífa.