Fræðslusjóður HSÞ – auglýst er eftir umsóknum

Opið er fyrir umsóknir úr Fræðslusjóði HSÞ, en tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi. Þeir félagar HSÞ sem hafa sótt námskeið, fundi og ráðstefnur sem eru íþrótta- og félagslífi í héraði til framdráttar geta sótt um styrk.
UMSÓKNARFRESTUR er til 15. apríl n.k.

Nú er tækifæri til að sækja um !
Úr reglum Fræðslusjóðs HSÞ:
7. grein
Öll aðildarfélög innan HSÞ eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.
a. Styrkupphæðir taka mið af fjármagnsgetu sjóðsins hverju sinni.
b. Úthlutun úr sjóðnum fer fram 3 sinnum á ári. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. apríl, 15. ágúst og 15. desember til skrifstofu HSÞ, undirritaðar af formanni viðkomandi aðildarfélags.
c. Styrkupphæð nemur allt að helming námskeiðsgjalds hverju sinni.
d. Aðrar úthlutanir fara eftir ákvörðun stjórnar sjóðsins hverju sinni.

Nánar má sjá um reglur sjóðsins hér á heimasíðunni undir „Sjóðir og styrkir“ og þar er einnig að finna umsóknareyðublað – sem einnig má sækja beint með þessum tengli: http://hsth.is/sjodir-og-styrkir/fraeeslusjodur/umsoknareyeublad

Stjórn HSÞ