Fyrstu Íslandsmeistararnir í stígvélakasti Þingeyskir

Þingeyingarnir Aðalheiður Kjartansdóttir og Jón Ingi Guðmundsson urðu í dag fyrstu Íslandmeistarar í Stígvélakasti á Landsmóti 50+ sem stendur núna yfir á Húsavík. Jón Ingi kastaði 27,5 metra í karlaflokki og Aðalheiður Kjartansdóttir kastaði 18,91 metra.

10371164_10152285876868003_6070112742776323792_o
Aðalheiður Kjartansdóttirmeð gullið.

Reinhard Reynisson HSÞ varð annar í karla flokki með kasti uppá 26,22 metra og Karl Lúðvíksson UMSS þriðji með 23,86 m.

Sjá má öll úrslit úr mótinu hér