Haf­dís setti Íslands­met í lang­stökki á RIG

Hafdís langstökk á RIG 2016Haf­dís Sig­urðardótt­ir úr Ljósavatnsskarði er ekki af baki dottin – nýflutt til Svíþjóðar, en skrapp svo aðeins heim til að taka þátt á Reykjavíkurleikunum í Laugardalnum.  Í dag bætti hún sitt eigið Íslands­met í lang­stökki inn­an­húss strax í fyrsta stökki.

Haf­dísi gengur oft vel á þessum leik­um, en í fyrra setti hún Íslands­met þegar hún stökk 6,46 metra.  Nú gerði hún gott bet­ur og stökk 6,54 metra.

Haf­dís þarf lík­lega að stökkva 6,70 metra til þess að vinna sér keppn­is­rétt á HM inn­an­húss í mars.