Héraðsmót HSÞ í knattspyrnu endurvakið – hnýtt framan við Sumarleika HSÞ í frjálsum íþróttum

Knattspyrnunefnd HSÞ hefur í samvinnu og samráði við Frjálsíþróttaráð HSÞ ákveðið að hnýta saman Héraðsmót HSÞ í knattsspyrnu og Sumarleika HSÞ í frjálsum íþróttum á Laugum í Reykjadal.  Knattspyrnumótið fer fram á föstudeginum 1. júlí  en samkvæmt venju fara Sumarleikarnir fram á laugardegi og sunnudegi, þ.e.  2. og 3. júlí.

Við viljum því biðja ykkur, aðildarfélög HSÞ, að tilkynna skráningar á knattspyrnumótið fyrir miðvikudaginn 29. júní nk.

Skráning á netfangið asdis@thorshafnarskoli.is                                                   eða í síma 852 0412 / 615 8000

Spilaður verður 7 manna bolti hjá 10 ára og eldri en 5 – 7 krakkar í liði hjá yngri, en þetta fer að sjálfsögðu allt eftir þátttöku – munum við sníða reglur að fjölda liða.  Athugið! – hægt er að skrá bæði lið og einstaklinga svipað og gert er á Unglingalandsmóti.

Tillögur að aldursskiptingu;

6  ára og yngri  börn fædd 2010 og síðar
7 – 10 ára  – fædd 2006 – 2009
11 – 13 ára  – fædd 2003 – 2005
14 – 16 ára – fædd 2000 – 2002

Þetta eru tillögur og ekkert sem má ekki breyta.  Endilega skráið þátttöku sem fyrst þannig að hægt sé að skipuleggja mótið sem fyrst og senda út tímasetningar ofl.

Við gerum ráð fyrir að mótið byrji seinnipart á föstudegi ( rúmlega 16.00)  og að því ljúki á föstudeginum, þannig að þeir krakkar sem áhuga hafa á að taka líka þátt í Sumarleikunum á laugardegi og/eða sunnudegi geta gert það.

Fh. knattspyrnunefndar HSÞ
Ásdís Hr. Viðarsdóttir