HREYFIVIKA UMFÍ í næstu viku!

Norðurþing og HSÞ eru boðberar hreyfingar í verkefninu „Hreyfivika UMFÍ 21.-27. september. Fjölmargir aðilar taka þátt í þessu verkefni, þar á meðal Íþróttafélagið Völsungur, sem heldur heiðri HSÞ uppi þetta árið.

heyfivika

Almenningur getur tekið þátt í alls konar hreyfingu og HSÞ hvetur fólk til þess að taka þátt. Þar að auki verður líka í gangi skemmtileg sundkeppni á milli sveitarfélaga, þar sem u.þ.b. 10 sveitarfélög eru nú þegar búin að skrá sig til leiks. Einfalt að taka þátt; þú skellir þér í sund – telur ferðirnar/metrana sem þú syndir og færð afrekið skráð á blað hjá afgreiðslufólki sundlaugarinnar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Norðurþings og í Skránni, en á heimasíðunni má einnig sækja „hreyfinga-dagbók“ til að skrá sína hreyfingu.