HSÞ óskar eftir framkvæmdastjóra – Umsóknarfrestur er til 27. ágúst

Héraðssamband Þingeyinga óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfssvæði HSÞ nær yfir Norður og Suður Þingeyjarssýslur. Um er að ræða 50% starf með áherslu á rekstur og starfsemi sambandsins.

HSÞ

Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSÞ og sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir Héraðssambandið. Starfið snýst að verulegu leyti um að leiða starf sambandsins, bæði hvað varðar innra starf sem og samskipti og samstarf við samstarfsaðila HSÞ. Einnig umsjón og umsýsla með fjárhag sambandsins.
Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, frumkvæði og innsýn og skilning á inntaki ungmennahreyfingarinnar. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af félagsstörfum og hafi þekkingu á fjármálum og rekstri.

Umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 15. september en er umsemjanlegt. Senda skal umsóknir á netfangið anitakg@gmail.com.
Nánari upplýsingar veitir Anita Karin Guttesen, formaður HSÞ í síma 698-5161.