Hvert stefnir félagið þitt – „á ég að gera það“ – námskeið í stjórnun félaga

Flest öll okkar koma á einhverjum tímapunkti og á einhvern hátt að starfi íþrótta- og ungmennafélaga. Veist þú hvert markmið eða hlutverk félagsins þíns er? Fyrir hverja vinnur félagið? Hvað gera þeir sem eru í stjórn? Hef ég eitthvert hlutverk sem foreldri?

HSÞ stendur fyrir námskeiði í stjórnun félaga. Námskeiðið er fyrir þá sem starfa í íþróttahreyfingunni, hvort sem það er í aðalstjórn félags, stjórn deildar, nefnd eða ráði, eða sem þjálfari, sjálfboðaliði eða foreldri. Fyrra námskeiðið verður á Þórshöfn, miðvikudaginn 25. september frá kl. 16:30 til ca 20. Seinna námskeiðið verður á Húsavík, fimmtudaginn 10. október.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið, en það er gert með því að fylla út í formið sem hér fylgir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu HSÞ hsth@hsth.is eða 896-3107