Landsmót UMFÍ 50+ skráning er hafin

Héraðssamband Þingeyinga hvetur Þingeyinga til að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem verður haldið á Neskaupsstað dagana 28.-30. júní n.k.

Mótið er blanda af keppni og hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í eitthvert íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Þátttökugjald er 4.900kr.

Skráning á mótið fer fram á síðunni umfi.felog.is en einnig er hægt að hringja í þjónustumiðstöð UMFÍ á skrifstofutíma og skrá sig símleiðis í síma 568-2929.

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við skrifstofu HSÞ á netfangið hsth@hsth.is eða í s. 896-3107