Langaneshlaup UMFL á Sumardaginn fyrsta!

Sumardaginn fyrsta – Á MORGUN – fimmtudaginn 21. apríl n.k. verður hið árlega Langaneshlaup Ungmennafélags Langnesinga.  Þar geta ALLIR verið með því það er í góðu lagi að labba, skokka, hlaupa eða hjóla.  Mældar verða vegalengdirnar 1,5km,  3km, 5km, 7km, 10km, 15km og hálft maraþon eða 21,2km.

Ræst verður frá íþróttahúsinu kl. 10:00  í 15km og 21.2km  og síðan kl. 10:30 fyrir allar hinar vegalengdirnar.

Ekkert þátttökugjald og allir fá verðlaunapening í viðurkenningarskyni og smá hressingu í lokinn.  

Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að eiga frábæran dag saman sem byrjar á úti hreyfingu og jafnvel að skella sér í sund á eftir.

ATH:  foreldrar eru hvattir til að koma með yngri börnum til að passa upp á að þau fari ekki of langt og komist aftur til baka.

Vonumst til að sjá sem flesta og ALLIR eru velkomnir!

STJÓRN UMFL             UMF Langnesinga