Afreksmannasjóður HSÞ

Afreksmannasjóður HSÞ pdf.skjal
Umsóknareyðublað

Reglugerð sjóðsins:

 1. grein
  Sjóðurinn heitir Afreksmannasjóður HSÞ og er stofnaður á ársþing HSÞ 10. apríl 1994.*
 2. grein
  Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan HSÞ sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.
 3. grein
  Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum.
 4. grein
  Stjórn sjóðsins annast alla úthlutun úr sjóðnum. Hún er skipuð þremur mönnum sem kosnir eru á ársþingi HSÞ til þriggja ára, sitt árið hver. Stjórnin skiptir með sér verkum. Þá skal á hverju ársþingi HSÞ kjósa einn varamann sem stjórninni er heimilt að kalla til ef fjallað er um mál sem tengjast einhverjum stjórnarmönnum persónulega. Skal þá sá stjórnarmaður víkja fundi.
 5. grein
  Vörslu sjóðsins og reikningshald annast gjaldkeri HSÞ.
 6. grein
  Tekjur sjóðsins eru:*
  a) 2,5% af óskiptum lottótekjum HSÞ.
  b) Frjáls framlög og söfnunarfé.
  c) Vaxtatekjur
 7. grein
  Um styrkveitingar:
  1) Veita má styrk úr sjóðnum án umsóknar vegna mjög góðrar frammistöðu í eftirtöldum alþjóðamótum:
  a) Heimsmeistaramótum
  b) Evrópumeistaramótum
  c) Norðurlandameistaramótum
  d) Ólympíuleikum
  2) Heimilt er að veita styrk úr sjóðnum ef viðkomandi hefur verið valinn í landslið.
  3) Ennfremur er heimilt að veita styrk til þeirra sem standa framarlega í sinni grein miðað við styrkleikaflokkun sérsambanda (sé hún til).
  4) Einnig getur sjóðsstjórn veitt styrki til einstaklinga eða hópa þó ekki liggi fyrir skrifleg umsókn viðkomandi, telji hún það samrýmast reglum sjóðsins.
 8. grein
  Styrkupphæðir taka mið af fjármagnsgetu sjóðsins hverju sinni.
 9. grein
  Til að hljóta styrk geta íþróttamenn aðrir en um getur í 7. grein sótt skriflega um til sjóðsstjórnar. Í umsókn skal gera grein fyrr ástæðum hennar og þurfa umsóknir að vera undirritaðar af formanni viðkomandi aðildafélags. Umsóknir og úthlutanir úr sjóðnum geta farið fram á hvaða árstíma sem er.*

*Breytingar samþykktar á Ársþingi HSÞ haldið í Stórutjarnaskóla 12. mars 2017