Fræðslusjóður HSÞ

pdf.skjal
Umsóknareyðublað

 1. grein
  Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður HSÞ
 2. grein
  Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi, með því að sækja námskeið, fundi og ráðstefnur ef stjórn sambandsins álítur það íþrótta- og félagslífi í héraði til framdráttar.
 3. grein
  Aðalstjórn HSÞ sér um úthlutanir úr sjóðnum.
 4. grein
  Vörslu sjóðsins og reikningshald annast gjaldkeri/starfsmaður HSÞ.
 5. grein
  Tekjur sjóðsins eru:
  a) Ársþing HSÞ ákveður framlag til sjóðsins ár hvert að lágmarki kr. 150.000.-
  b) Frjáls framlög og söfnunarfé.
 6. grein
  Öll aðildarfélög innan HSÞ og félagsmenn þeirra eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Umsóknir vegna yfirstandandi árs þurfa að berast skrifstofu HSÞ á þar til gerðu eyðublaði fyrir 15. nóvember ár hvert og skulu undirritaðar/staðfestar af formanni viðkomandi aðildarfélags. Skila þarf staðfestingu á greiðslu námskeiðsgjalda með umsókn.
 7. grein
  Styrkupphæðir skulu taka mið af fjármagnsgetu sjóðsins og skal sjóðstjórn setja sér vinnureglur varðandi úthlutun. Styrkupphæðir geta þó aldrei numið hærri upphæð en útlögðum kostnaði styrkþega.  Sjóðstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlegra verkefna hreyfingarinnar.
 8. grein
  Sjóðsstjórn skal skila skýrslu til stjórnar HSÞ þar sem gerð er grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins.

Samþykkt á 3. ársþingi HSÞ í Sólvangi 13. mars 2010.
Breytingar samþykktar á 12. ársþingi HSÞ í Skjólbrekku 10. mars 2019