Landsmót UMFÍ 50+ skráning er hafin

Héraðssamband Þingeyinga hvetur Þingeyinga til að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem verður haldið á Neskaupsstað dagana 28.-30. júní n.k.

Mótið er blanda af keppni og hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í eitthvert íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Þátttökugjald er 4.900kr.

Skráning á mótið fer fram á síðunni umfi.felog.is en einnig er hægt að hringja í þjónustumiðstöð UMFÍ á skrifstofutíma og skrá sig símleiðis í síma 568-2929.

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við skrifstofu HSÞ á netfangið hsth@hsth.is eða í s. 896-3107

Ert þú búin/n að sækja um?

Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Aksturssjóði HSÞ.

Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ.
Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast hér http://hsth.is/log-og-reglugerdir/. Umsóknarfrestur vegna aksturs á vorönn er til og með 31. maí.

Stjórn HSÞ auglýsir einnig Fræðslusjóð HSÞ og Afreksmannasjóð HSÞ

Tilgangur fræðslusjóðs er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi, með því að sækja námskeið, fundi og ráðstefnur ef stjórn sambandsins álítur það íþrótta- og félagslífi í héraði til framdráttar. Tilgangur afrekssjóðs er að styrkja afreksfólk einstaklinga eða hópa innan HSÞ sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Öll aðildarfélög innan HSÞ og félagsmenn þeirra eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum. Reglugerðir sjóðanna og umsóknareyðublöð er að finna á
http://hsth.is/log-og-reglugerdir/.

Ársþing HSÞ – Þórarinn Ragnarsson er íþróttamaður HSÞ 2018

Ársþing HSÞ fór fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit í gær sunnudag. 60 þingfulltrúar frá 19 aðildarfélögum HSÞ mættu á þingið, auk gesta frá ÍSÍ og UMFÍ. Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ heiðraði tvo einstaklinga fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Jón Friðrik Benónýssonfékk gullmerki ÍSÍ og Kristján Stefánsson Mývetningi fékk silfurmerki ÍSÍ.

Viðar Sigurjónsson afhendir Jóni Friðriki Benónýssyni gullmerki ÍSÍ
Lesa áfram „Ársþing HSÞ – Þórarinn Ragnarsson er íþróttamaður HSÞ 2018“

Ert þú búinn að lesa um Æfum alla ævi?

Ársþing HSÞ fer fram á sunnudag í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Alls eiga 80 fulltrúar aðildarfélaga og ráða HSÞ rétt til setu á þinginu. Tíu tillögur liggja fyrir þinginu, meðal annarra stefna HSÞ í íþrótta- og æskulýðsmálum Æfum alla ævi. Stefnan er langtímaverkefni ætluð til þess að auka og efla hreyfingu, íþróttaiðkun og starf þeirra sem taka þátt í starfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Lesa má meira um stefnuna og allar tillögur sem liggja fyrir þinginu á heimasíðu HSÞ undir http://hsth.is/fundargerdir/thingskjol-arsthinga/