Siðareglur og viðbragðsáætlanir

Siðareglur HSÞ og aðildarfélaga þeirra voru samþykktar á ársþingi HSÞ 2019.

Viðbragðs- og verklagsáætlun HSÞ vegna aga-, eineltis-, ofbeldis- og kynferðisbrota er unnin og í samræmi við viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins, sjá  https://aev.is/vidbragdsaaetlun-aeskulydsvettvangsins. HSÞ er aðili að Æskulýðsvettvangnum í gegnum sambandsaðild sína að Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Í viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins er einnig að finna fleiri viðbragðsáætlanir og verklagsreglur t.d. varðandi annars konar áföll, reglur um ferðir o.fl. Jafnframt hefur ÍSÍ gefið út viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum sem styðjast má við varðandi ýmis konar áföll: https://issuu.com/ithrotta-ogolympiusambandislands/docs/vidbragsaaetlun_isi_vid_ovaentum_at.

Það er nauðsynlegt að þjálfarar, starfsfólk, sjálfboðaliðar og kjörnir fulltrúar HSÞ og aðildarfélaga þess (ábyrgðaraðilar) fylgist m.a. með líðan og samskiptum iðkenda og þátttakenda í starfi félagsins og grípi strax inn í ef grunur leikur á að einelti eða hvers kyns líkamlegt, andlegt, félagslegt eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi sé í gangi. Eftir atvikum ætti þjálfari félags, stjórn og/eða framkvæmdastjóra HSÞ að aðstoða við að koma málinu í farveg. Jafnframt skal tilkynna beint til lögreglu og barnaverndaryfirvalda sé alvarleiki málsins slíkur.