Starf framkvæmdastjóra Völsungs laust til umsóknar

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík auglýsir hér með stöðu framkvæmdastjóra félagsins, með aðsetur á Húsavík.  Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins.  Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, www.volsungur.is

Starfssvið

  • Umsjón með íþrótta- og æskulýðsstarfi félagsins.
  • Koma að mótun stefnu félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugasamur um         íþrótta- og           æskulýðsstarf.
  • Starfsreynsla með      börnum og ungmennum
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Tölvu og bókhaldsfærni æskileg
  • Samskiptafærni, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður

Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Kristinsdóttir, formaður Völsungs í síma 867-9420 eftir kl. 16 eða netfang gudrunkris@borgarholsskoli.is og volsungur@volsungur.is

Umsóknir sendist á ; gudrunkris@borgarholsskoli.is og volsungur@volsungur.is
eða Völsungur, Guðrún Kristinsdóttir Stóragarði 8, 640 Húsavík

Umsóknarfrestur er til 1.júní 2016