Þorgerðarfjall og Staðarsel 2018

Þorgerðarfjall – Göngulýsing

Gott bílastæði er við kirkjuna á Grenjaðarstað. Sé lagt þar, þarf að ganga um 1500 m. eftir vegi í átt að Laxárvikjun. Þegar komið er að veginum upp í Laxárdal er gengið eftir honum, framhjá Brúum og yfir ristarhlið. Þegar þangað er komið er gengið út af veginum og stefnt á vörðu, Draugavörðu, sem blasir við uppi í fjallinu.

Einnig er hægt að aka veginn upp í Laxárdal yfir áðurnefnt ristarhlið. Um hundrað metrum eftir að komið er yfir ristarhliðið (og áður en ekið er undir raflínurnar) er hægt að aka út af veginum og leggja bílnum á svolítinn flata sem þar er. Þetta er gott bílastæði í þurru veðri en gæti verið  blautt eftir langvarandi rigningar. Þriðji möguleikinn er að leggja bílnum utan vegar þar sem vegurinn upp í Laxárdal skilur sig frá Staðarbrautinni.

Þegar lagt er af stað á fjallið er stefni á Draugavörðuna sem á að vera vel sýnileg og bera við himinn. Þar er gott útsýni yfir Aðaldal. Síðan er gengið suður fjallið og alltaf stefnt á hæsta punkt þar til komið er að lítilli vörðu. Þaðan er stuttur spölur að annari vörðu sem er takmark ferðarinnar. Þar verður gestabók verkefnisins “Fjölskyldan á fjallið” og sjálfsagt að skrifa nafn sitt í bókina og litast um.

Af Þorgerðarfjalli er gott útsýni upp Laxárdal og fögur fjallasýn í allar áttir. Í norðvestri blasa við Víkna- og Kinnarfjöll. Í vestri má í góðu veðri sjá fjöllin kring um Glerárdalinn og ber Kerlingu hæst. Í Suðri gefur að líta fjöllin í Mývatnssveit. Í austri er Geitafell í forgrunni handan Laxárdals, en Gæsafjöll og Lambafjöll fjær.

Þegar haldið er til baka er farin sama leið og þegar upp er gengið. Tími fer eftir gönguformi og veðri. Fjallahlauparar fara létt með að fara þetta á klukkutíma, venjulegt fólk ætti að reikna með tveimur til þremur tímum. Munið eftir að taka skjólgóðar flíkur með, þó ekki sé til annars en að nestinu leiðist ekki í bakpokanum. Skjótt skipast verður í lofti og betra er að geta klætt sig í en að geta það ekki.

Staðarsel á Langanesi

Göngubókin er staðsett við veggjabrotin í Staðarseli.