ULM var frábært – Sumarleikar HSÞ um helgina

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í Þorlákshöfn á sunnudag. Eftir vætusaman föstudag lék veðrið við keppendur það sem eftir lifði helgar, þó svo vindurinn hefði mátt hægja ögn á sér. Fjölmargar persónulegar bætingar litu dagsins ljós og þó nokkrir keppendur HSÞ urðu unglingalandsmótsmeistarar. Viljum við óska þeim öllum innilega til hamingju. Við viljum einnig þakka keppendum HSÞ fyrir þátttökuna og fyrirmyndarhegðun. Vonandi sjáumst við sem flest á Höfn að ári.

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs HSÞ fara fram á Laugum nú um helgina 11.-12. ágúst. Þetta er ómissandi liður í frjálsíþróttadagskrá iðkenda HSÞ og einnig hafa félög eins og UFA, UMSS og UÍA verið dugleg að mæta. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilegu móti, eða koma á völlinn til að hvetja og hjálpa til. Keppnisgreinar eru nokkuð hefðbundnar hjá 12 ára og eldri en 9 ára og yngri og 10-11 ára keppa í fjölþrautum. Drög að tímaseðli er að finna í mótaforriti FRÍ http://thor.fri.is og boðsbréfið fylgir hér