Unglingalandmót í Þorlákshöfn um helgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn nú um helgina. Boðið er upp á kvöldvöku á fimmtudagskvöld en keppnin sjálf hefst á föstudagsmorgni. Fríður hópur þátttakenda frá HSÞ verður á svæðinu og taka þau þátt í a.m.k. 11 af þeim 22 keppnisgreinum sem í boði eru. Það verður nóg um að vera á svæðinu því auk keppnisgreina eru fjölmargir afþreyingarkostir í boði sem og kvöldvökur og skemmtanir. Við viljum þakka Langanesbyggð og Ferðaþjónustunni Narfastöðum fyrir að styrkja unglingalandsmótsnefndina í ár.

Allar upplýsingar um dagskrá mótsins, yfirlitskort af keppnissvæðinu og úrslit er að finna á heimasíðu ULM.

Við óskum keppendum öllum alls hins besta – Áfram HSÞ!