Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði dagana 1.-4. ágúst n.k. Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11-18 ára og bjóðum við börn fædd árið 2008 og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin að slást í för með okkur í ár. Keppnisgreinarnar eru af fjölbreyttum toga ásamt ýmis konar afþreyingu og skemmtun – kynnið ykkur úrvalið á www.ulm.is. Yngri krakkar geta einnig notið sín við fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun sem er í boði.

Unglingalandsmótið er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem við hvetjum alla til að mæta á. Góðir styrktaraðilar gera HSÞ kleift að niðurgreiða mótsgjaldið fyrir þingeysk ungmenni og greiða iðkendur af starfssvæði HSÞ aðeins kr. 3450,- og geta þá keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tekið þátt í þeirri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp. Skráning og allar nánari upplýsingar um keppnisgreinar er að finna á www.ulm.is. Skráningafrestur rennur út á miðnætti þann 30. júlí.

Við höfum stofnað fésbókarhóp sem kallast „HSÞ á unglingalandsmóti“, endilega sláist í hópinn þar. Þar gefst tækifæri til að setja inn spurningar, óska eftir liðsfélögum, ásamt því að deila upplýsingum. Einnig getið þið haft samband í s. 896-3107 eða á hsth@hsth.is.

Unglingalandsmótsnefnd HSÞ

Styrktaraðilar HSÞ á ULM 2019. Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Jarðböðin, Ísfélag Vestmannaeyja, Landsbankinn, Geir ehf, Verkalýðsfélag Þórshafnar. Takk fyrir stuðninginn