Völsungur er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Á íþróttafólki Völsungs sem haldið var á milli jóla og nýárs kom Viðar Sigurjónsson, fulltrúi ÍSÍ, og veitti Völsungi viðurkenninguna fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Er verkefnið gæðaverkefni sem er unnið í samstarfi við ÍSÍ og tekur á öllum þáttum er viðkemur starfsemi íþróttafélaga.

Mynd af vef Völsungs
Mynd af vef Völsungs

Aðalstjórn Völsungs er búin að vinna að verkefninu í hart nær tvö ár. Verkefnið var umfangsmikið og eru ýmsar kröfur sem ÍSÍ setur íþróttafélugum áður en nafnbótin fyrirmyndarfélag næst. Völsungur uppfyllta ýmsar kröfur ÍSÍ þegar farið var af stað í verkefnið en á öðrum stöðum voru gerðar ýmsar áherslubreytingar. Niðurstaðan er sú að íþróttafélagið er fyrirmyndarfélag og á nú gæðahandbók sem tekur á starfi félagsins í heild sinni.

Handbókin er kominn inn á heimasíðu félagsins undir liðnum fyrirmyndarfélagið Völsungur vinstra megin á heimasíðu félagsins. Einnig má nálgast hana með því að smella HÉR.