Frjálsíþróttaskólinn

Frjálsíþróttaskólinn okkar hófst mánudaginn 20.júlí en ekki í eins mikilli blíðu og við höfðum vonast eftir að fá. Alls voru 17 krakkar, frá 11-13 ára, í skólanum þetta árið og ekki hægt að segja annað en það hafi verið mjög góð þátttaka. Þessir einstaklingar komu úr Bárðardal, Kelduhverfi, Aðaldal, Reykjadal, frá Kópaskeri, Þórshöfn og Húsavík.

Frjálsíþþróttaskólinn 2

Mæting var um eitt leytið og komu allir sér fyrir áður en fyrsta æfingin var klukkan tvö. Brói þjálfari bauð krakkana velkomna og var með smá fræðslu áður en hann, ásamt Bjargey frá Úlfsbæ, hófu æfinguna . Á mánudeginum var bara ein æfing en tíminn meira notaður í að fá alla til að kynnast og þjappast saman.

Á þriðjudeginum voru tvær æfingar og sú fyrsta hófst klukkan tíu. Foreldrar aðstoðuðu Bróa á þeirri fyrri en á seinni æfinguna mætti Hafdís Sigurðardóttir afrekskona í frjálsum. Mikil ánægja var með Hafdísi og hún var að leiðbeina krökkunum í langstökki. Í lokin fengu þau sem vildu að taka mynd af sér með Hafdísi. Á milli æfinga var farið í sund og svo fengum við þrjá bocciaiðkendur til að koma og vera með sýnikennslu í boccia. Það voru Ásgrímur Sigurðarson, Anna María Bjarnadóttir og Kristbjörn Óskarsson.

Frjálsíþróttaskólinn 1
Miðvikudagurinn tók á móti okkur með rigningu á fyrstu æfingunni og var aðeins farið að votta fyrir þreytu í liðinu. Stutt var á milli æfinga þennan daginn og því var gott að fara í heita pottinn, slaka á og teygja á aumum vöðvum. Bjargey og Eyþór frá Úlfsbæ aðstoðuðu Bróa á seinni æfingunni og sáu um hástökk og grindarhlaup meðan Brói æfði kúluvarp. Boðið var upp á pizzu frá Dalakofanum í kvöldmatinn og dagurinn endaði í gömlu sundlauginni á Laugum þar sem farið var í bíó.
Fimmtudagurinn var rigningarlaus og var því fagnað ákaflega. Ágústa Pálsdóttir, gömul frjálsíþróttakempa, var aðstoðarmaður á fyrri æfingunni en Bjargey og Eyþór voru með á seinni æfingunni. Á milli æfinga var farið í sund og svo fengum við fólk frá Pílukastfélagi Íslands til okkar og þau kynntu okkur fyrir þessari íþrótt sem er ný keppnisgrein á unglingalandsmótinu í ár. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og kannski einhverjir sem munu láta sjá sig í þessari keppnisgrein á landsmótinu.

Frjálsíþróttaskólinn 3

Síðasti dagurinn rann upp og sem betur fer hætti að rigna áður en æfingin hófst. Eyþór aðstoðaði Bróa við æfingar og var áherslan lögð á langstökk, spjótkast og boðhlaup. Síðasta máltíðin var svo grillaðir hamborgarar og meðan þeir runnu niður spjallaði Brói við krakkana og útskrifaði þá úr skólanum. Í heildina gekk allt mjög vel og allir ánægðir með vikuna, þrátt fyrir aðeins of mikinn kulda og bleytu.

 

Frjálsíþróttaskólinn á Laugum 20. – 25. Júlí – Örfá pláss laus

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Laugum daganna 20. júlí-25. júlí og er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Nú þegar eru 14 unglingar skráðir í skólann á Laugum og örfá pláss laus. Unglingar sem hafa áhuga á skólanum eru hvött til að skrá sig sem fyrst. Skráning: huldae@mi.is

UMFê_merki

Að þessu sinni verður skólinn á fjórum öðrum stöðum á landinu; Selfossi, Borgarnesi, Sauðárkróki og á Egilsstöðum. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald kr. 20.000 en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting.

Það eru sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um utanumhald og skipulag skólans, og leggja til kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með verkefninu sem er unnið í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

 

Akureyrarmót á Þórsvelli helgina 18. -19. Júlí 2015

Ungmennafélag Akureyrar býður til Akureyramóts  á Þórsvellinum á Akureyri helgina 18.-19.júlí 2015.  Mótið er öllum opið en keppt er í flokkum frá 9 ára og yngri upp í karla- og kvennaflokk.

UFA

Keppnisflokkar, keppnisgreinar

9 ára og yngri

Þrautabraut að hætti þjálfara UFA

10 – 11 ára

Keppnisgreinar:

60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m, 300m hindrunarhlaup og 4x100m boðhlaup.

12 – 13 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 80m, 200m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 800m, spjótkast , 600m hindrunarhlaup og 4x100m boðhlaup.

14 – 15 ára

Keppnisgreinar:

80m grindahlaup, 100m hlaup, 200 m hlaup, langstökk, hástökk, þrístökk,  kúluvarp,kringlukast, sleggjukast, 800m og 4×100 boðhlaup.

16 ára og eldri

Keppnisgreinar:

100m ,200m, 400m, 400m grindahlaup,  100m/110m grindahlaup, langstökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, sleggjukast,  800m, 800m hindrunarhlaup og  4×100 m boðhlaup.

Tímaseðill:

Mótið hefst kl: 9:00 laugardaginn 18.júlí og sunnudaginn 19.júlí kl: 09:30.

Verðlaun:

9 ára og yngri: Allir fá verðlaunapening fyrir þátttöku í þrautabrautinni.

10 ára og eldri: Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverri grein í hverjum aldursflokki.

Skráning:                            

Skráningar berist í gegnum mótaforrit FRÍ (www.fri.is) gamla forriitið eigi síðar en fyrir miðnætti miðvikudaginn 15.júlí  2015

Skráningargjald:

Fjölþraut 9 ára og yngri 1000 kr.

10-15 ára 750 fyrir hverja grein þó aldrei meira en 3500 kr. Gjald fyrir boðhlaup er 1500 kr.

15 ára og eldri borga 1500 fyrir hverja grein þó aldrei meira en 5000 kr. Gjald fyrir boðhlaup er 3000 kr.

Skráningargjöld greiðist fyrirfram inn á reikning UFA: 0566-26-7701, Kt. 520692-2589. Kvittun sendist á sob@simnet.is

Óskað er eftir að hvert félag geri upp í einni heild fyrir keppendur sína.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar um mótið fást i síma –  7772200 (Sigurður Magnússon)

Sumarmót UMSE á Dalvík 8. júlí

Miðvikudaginn 8. júlí verður Sumarmót UMSE á Dalvík. Mótið er haldið í samstarfi við frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla. Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum:
umse
9 ára og yngri: boltakasti, 6om og langstökki
10-11 ára: spjótkasti, 60m og langstökki
12-13 ára: spjótkasti, 60m og langstökki
Mótið hefst kl. 16:30.
Skráning fer fram á mótaforriti FRÍ (gamla mótaforritinu). Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 7. júlí.
Þátttökugjald er 1.000.- á mann, óháð fjölda greina, þátttökugjaldið greiðist inn á bankareikning UMSE: kt. 670269-0519, reikn. 162-26-10705. Kvittun sendist á umse@umse.is.
Í flokkum 10-11 ára  og  9 ára og yngri fá allir þátttökuverðlaun, en í flokki 12-13 ára eru veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti.
Nánari upplýsingar gefur Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður frjálsíþróttanefndar UMSE eða skrifstofa UMSE.

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar 10.-12. júlí DAGSKRÁ

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum helgina 10.-12. júlí.

Hátíðin er ein stærsta og fjölbreyttasta íþróttahátíð sem fram fer á Austurlandi og í ár verður hún með enn stærra og glæsilegra sniði en áður.

Sumarhátíðin er opin öllum aldurshópum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:

Föstudagur 10. júlí
 • 15:00 Púttmót eldri borgara í Pósthúsgarðinum, veitingar í boði Fellabakarís.
 • 16:00 Sundleikfimi fyrir alla aldurshópa í Sundlauginni á Egilsstöðum.
 • 17:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum
 • 18.00 LVF mótið í borðtennis í Nýung
 • 20:00 Ljóðaupplestrarkeppni í Sláturhúsinu, verðlaun í boði Bókakaffis.
 • 20:30 Sundlaugarpartý í sundlauginni á Egilsstöðum, allir keppendur velkomnir.
Laugardagur 11. júlí
 • 9:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum
 • 10:30 Arionmótið í crossfit fyrra WOD á Vilhjálmsvelli, verðlaun í boði WOD búðarinnar.
 • 11:00 Bólholtsstreet körfuknattleiksþrautir á Vilhjálmsvelli
 • 12:30 Nettómótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
 • 14:00 Crossfit kynning á Vilhjálmsvelli
 • 14:30 Arionmótið í crossfit á Vilhjálmsvelli, verðlaun í boði WOD búðarinnar.
 • 17:00 Grillveisla í Tjarnargarði í boði Alcoa og afhending úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa
 • 17:30 Frisbígolfkynning og vígslumót frisbígolfsvallar í Tjarnargarði, verðlaun í boði Frisbígolfbúðarinnar.
 • 20:00 Ringókynning og -mót í Bjarnadal
Sunnudagur 12. júlí
 • 9:30 Nettómótið í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli
 • 10:30 Bocciamót Héraðsprents á Vilhjálmsvelli
 • 11:30 Bogfimikynning og mót á Vilhjálmsvelli, efra svæði, verðlaun í boði Bogfimisetursins.

Þátttökugjald er 2000 kr á keppenda óháð greinafjölda. Skráningarfrestur í sund og frjálsar íþróttir rennur út á miðnætti 8. júlí.

Skráning og nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA síma 4711353 og á netfangið uia@uia.is

Nánari upplýsingar – uia.is