Haf­dís setti Íslands­met í lang­stökki á RIG

Hafdís langstökk á RIG 2016Haf­dís Sig­urðardótt­ir úr Ljósavatnsskarði er ekki af baki dottin - nýflutt til Svíþjóðar, en skrapp svo aðeins heim til að taka þátt á Reykjavíkurleikunum í Laugardalnum.  Í dag bætti hún sitt eigið Íslands­met í lang­stökki inn­an­húss strax í fyrsta stökki. Haf­dísi gengur oft vel … Continue Reading ››

Æfingabúðir á Þórshöfn

Föstudaginn 15.  janúar var farið af stað frá Laugum og stefnan tekin á Þórshöfn þar sem frjálsíþróttaráð stóð fyrir sólarhringsæfingabúðum. Við fengum rútu frá Fjallasýn til að koma okkur á milli staða. Alls voru 29 frjálsíþróttaiðkendur teknir upp í rútuna á leiðinni en með í för voru líka Brói þjálfari, Friðbjörn Bragi og svo Hulda, … Continue Reading ››

Vorfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 8. febrúar

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast ISI-logománudaginn 8. febrúar nk.   og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur … Continue Reading ››

Völsungur er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Á íþróttafólki Völsungs sem haldið var á milli jóla og nýárs kom Viðar Sigurjónsson, fulltrúi ÍSÍ, og veitti Völsungi viðurkenninguna fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Er verkefnið gæðaverkefni sem er unnið í samstarfi við ÍSÍ og tekur á öllum þáttum er viðkemur starfsemi íþróttafélaga. Mynd af vef VölsungsContinue Reading ››