HREYFIVIKA UMFÍ; Gestabókarganga i Nykurtjörn….

Í kvöld fór ellefu manna hressilegur hópur í gestabókargöngu upp að Nykurtjörn í austurhlíð Geitafells í Þingeyjarsveit.  „Áttavilltar – gönguhópur kvenna“ leiddi gönguna, en í för slóust m.a. boðberar HSÞ fyrir Hreyfiviku UMFÍ og komu fyrir staurnum með gestabókarkassa sem tilheyrir verkefni UMFÍ  „Fjölskyldan á fjallið“.  Enn er frekar blautt í jörð og var erfitt að fóta sig á tilheyrandi vegslóða, því hér norðan heiða hefur jú verið frekar kalt vor. Þrestirnir láta þó ekkert stoppa sig og eru farnir að verpa – fjögur egg í hreyðri er nokkuð sjaldgæft sagði einn fróður í hópnum.  Það hlýtur að boða gott sumar!

IMG_0439

IMG_0441 - Copy (2)

Að sjálfsögðu tókum við hópmynd þar sem sést í ísilagða tjörnina og skelltu bleiku dömurnar sér í smá Hreyfiviku-grín!

Til gamans má geta þess að nykur þýðir tröll – en það gerði ekkert vart við sig rétt á meðan við stoppuðum þarna, enda kannski enn í vetrardvala.

 

Fjölskyldan á fjallið í HREYFIVIKU UMFÍ

Family_move_1

Nú stendur yfir Hreyfivika UMFÍ og HSÞ tekur þátt í annað sinn og nú í samstarfi við Norðurþing.  Heilmikil dagskrá  er í gangi alla vikuna og má sjá hana  hér: Dagskrá Hreyfiviku í Norðurþing

HSÞ er einnig að myndast við að vera boðberi Hreyfivikunnar í Þingeyjarsveit.  Ókeypis er í sund í sundlauginni á Stórutjörnum þessa vikuna og tekur þátt í sundkeppni sveitarfélaga.  Ekki möguleiki á Laugum þar sem sundlaugin þar er í viðgerðarástandi. Einnig er gönguferð í Þingeyjarsveit í kvöld:

Mountain_move_1

„Fjölskyldan á fjallið“ – gestabókarganga númer tvö – gestabókarganga að Nykurtjörn við Geitafell  – kl. 20:00     

Farinn er vegur 87;  Hólasandur  – og ekið að skilti með áletrun „Hringsjá á Geitafellshnjúk“ – staðsett rétt hjá eyðibýlinu Geitafelli. Gengið verður sem leið liggur upp að Nykurtjörn sem liggur austan megin í hlíð Geitafells.  Gestabókarkassinn verður staðsettur þar.

„Áttavilltar – gönguhópur kvenna“ mun leiða gönguna og koma fyrir þar til gerðum kassa fyrir gestabókina í verkefni UMFÍ „Fjölskyldan á fjallið“

P.S.: Ef farið er alla leið upp á hnjúkinn þá er það 3 km leið upp á toppin, þar sem staðsett er útsýnisskífa.

Starf framkvæmdastjóra Völsungs laust til umsóknar

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík auglýsir hér með stöðu framkvæmdastjóra félagsins, með aðsetur á Húsavík.  Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins.  Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, www.volsungur.is

Starfssvið

  • Umsjón með íþrótta- og æskulýðsstarfi félagsins.
  • Koma að mótun stefnu félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugasamur um         íþrótta- og           æskulýðsstarf.
  • Starfsreynsla með      börnum og ungmennum
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Tölvu og bókhaldsfærni æskileg
  • Samskiptafærni, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður

Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Kristinsdóttir, formaður Völsungs í síma 867-9420 eftir kl. 16 eða netfang gudrunkris@borgarholsskoli.is og volsungur@volsungur.is

Umsóknir sendist á ; gudrunkris@borgarholsskoli.is og volsungur@volsungur.is
eða Völsungur, Guðrún Kristinsdóttir Stóragarði 8, 640 Húsavík

Umsóknarfrestur er til 1.júní 2016

Spjallfundur fyrir Landsmót UMFÍ 50+

Þriðjudagskvöldið 10. maí kl. 20:00

á Grænatorgi í íþróttahúsinu á Húsavík

verður haldinn spjallfundur og eilítil kynning á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður á Ísafirði í sumar.

ALLIR velkomnir!… sem hafa áhuga á að kynna sér LM50+…..  eru að velta vöngum yfir að fara kannski…. eða eru harðákveðnir í að fara

Stjórn Íþróttanefndar fullorðinna félagsmanna, HSÞ