Héraðsmót HSÞ í knattspyrnu endurvakið – hnýtt framan við Sumarleika HSÞ í frjálsum íþróttum

Knattspyrnunefnd HSÞ hefur í samvinnu og samráði við Frjálsíþróttaráð HSÞ ákveðið að hnýta saman Héraðsmót HSÞ í knattsspyrnu og Sumarleika HSÞ í frjálsum íþróttum á Laugum í Reykjadal.  Knattspyrnumótið fer fram á föstudeginum 1. júlí  en samkvæmt venju fara Sumarleikarnir fram á laugardegi og sunnudegi, þ.e.  2. og 3. júlí.

Við viljum því biðja ykkur, aðildarfélög HSÞ, að tilkynna skráningar á knattspyrnumótið fyrir miðvikudaginn 29. júní nk.

Skráning á netfangið asdis@thorshafnarskoli.is                                                   eða í síma 852 0412 / 615 8000

Spilaður verður 7 manna bolti hjá 10 ára og eldri en 5 – 7 krakkar í liði hjá yngri, en þetta fer að sjálfsögðu allt eftir þátttöku – munum við sníða reglur að fjölda liða.  Athugið! – hægt er að skrá bæði lið og einstaklinga svipað og gert er á Unglingalandsmóti.

Tillögur að aldursskiptingu;

6  ára og yngri  börn fædd 2010 og síðar
7 – 10 ára  – fædd 2006 – 2009
11 – 13 ára  – fædd 2003 – 2005
14 – 16 ára – fædd 2000 – 2002

Þetta eru tillögur og ekkert sem má ekki breyta.  Endilega skráið þátttöku sem fyrst þannig að hægt sé að skipuleggja mótið sem fyrst og senda út tímasetningar ofl.

Við gerum ráð fyrir að mótið byrji seinnipart á föstudegi ( rúmlega 16.00)  og að því ljúki á föstudeginum, þannig að þeir krakkar sem áhuga hafa á að taka líka þátt í Sumarleikunum á laugardegi og/eða sunnudegi geta gert það.

Fh. knattspyrnunefndar HSÞ
Ásdís Hr. Viðarsdóttir

 

Sumarleikar HSÞ í frjálsum íþróttum

SUMARLEIKAR FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐS HSÞ

Verið velkomin á Sumarleika frjálsíþróttaráðs HSÞ sem verða haldnir á Laugavelli dagana 2. og 3. júlí.  Mótsstjórn og yfirdómgæsla verður í höndum Gunnhildar Hinriksdóttur og Sigurbjörns Árna Arngrímssonar.             Netföng þeirra eru:    ghinriks@gmail.com  og  sarngrim@hi.is

Skráning keppenda fer fram á thor.fri.is  mótaforrit og lýkur skráningu á fimmtudagskvöldið 30. Júni kl. 24:00.   Eftir það er aðeins hægt að senda skráningar í tölvupósti á ghinriks@gmail.com  Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.  Vekjum athygli á því að einungis er um drög af tímaseðli að ræða á fri.is en endanlegur tímaseðill verður kominn á netið um kl. 20 föstudaginn 1. júlí.

Keppnisgreinar sem í boði eru:
9 ára og yngri :   60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m. Hlaup
10-11 ára:   60 m hlaup, kúluvarp, langstökk, 600 m. hlaup, hástökk, spjótkast, 4×100 m boðhlaup
12-13 ára:   60 . hlaup, kúluvarp, langstökk, 400 m. hlaup, hástökk, 60 m. grindahlaup, spjótkast, 800 m. hlaup, 4×100 m hlaup.
14-15 ára:   100 m. hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m. hlaup, 80 m. og 100 m. grindahlaup, hástökk, spjótkast, 800 m. hlaup, 4×100 m. boðhlaup.
16-17 og g eldri:   100 m. hlaup 200 m. hlaup, 400 m. hlaup, 800 m hlaup, 1500 m. hlaup. 100 og 110 m. grindahlaup, langstökk, hástökk, spjótkast, kúla, kringla, stöng. 4x 100 m.
Allir keppendur fá fjórar tilraunir í köstum og stökkum.

Skráningargjald er 2500 fyrir 9 ára og yngri og 4000 kr fyrir 10 ára og eldri.  Greiða skal áður en keppni hefst.  Félögin eru vinsamlegast beðin um að geiða í einu lagi fyrir sína keppendur inn á reikning Frjálsíþróttaráðs HSÞ og senda kvittun í tölvupósti á hanna@borgarholsskoli.is
1110 05 400575 kt. 640409-0610

Tjaldsvæði er við hliðina á vellinum en borga þarf sérstaklega fyrir það sem og rafmagn. Tjaldsvæðið er á vegum Dalakofans. Sjoppa verður á vallasvæði.

Frekari upplýsingar veitir mallalitla@hotmail.com eða í síma 898 1404

Bestu kveðjur
Frjálsíþróttaráð HSÞ

Frjálsíþróttaskóli frjálsíþróttaráðs HSÞ

Dagana 13.-16. júní stóð frjálsíþróttaráð HSÞ fyrir frjálsíþróttaskóla á Laugum.  Metþátttaka var í ár en alls voru 26 krakkar í skólanum frá aldrinum 10 – 16 ára. Skólinn hófst um hádegi á mánudeginum og var fyrsta æfingin kl. 13.  Brói þjálfari var aðalþjálfarinn okkar en við fengum þó nokkra mjög góða með honum en það voru Eyþór og Bjargey frá Úlfsbæ,  Hjörvar og svo var Selmdís með á þriðjudags- og fimmtudagskvöldæfingunum.  Ákveðið var að hafa 2 æfingar á mánudeginum þar sem skólinn náði aðeins yfir 4 daga en ekki 5.  Milli æfinga komu krakkarnir sér fyrir, slöppuðu af eða fundu sér eitthvað annað til dundurs. Eftir seinni æfinguna var matur og sund.

Frjálsíþróttaskólinn 2016

Á þriðjudeginum var æfing frá kl. 10-12 og eftir það var sund og svo fengu krakkarnir bogfimikennslu og stóðu þau sig öll mjög vel og höfðu gaman af.  Seinni æfingin var svo kl. 19-21 en það er venjulegur æfingatími hja okkur þessa daga.  2 æfingar voru á miðvikudeginum og var seinni æfingin með fyrra fallinu þar sem við vorum með kósýkvöld um kvöldið. Pöntuð var pizza frá Dalakofanum og svo var farið upp í Þróttó og horft á mynd.

Síðasti dagurinn rann upp og reyndum við að hafa hann aðeins öðruvísi en hina dagana. Eftir æfingu og sund ákváðu Malla og Hulda að vera með óvænta stöðvavinnu fyrir krakkana þar sem þau þurftu að leysa 6 þrautir. Það voru tiltekt, pílukast, jurtagreining, listaverkagerð, textasmíði og pönnukökubakstur. Ekki er hægt að segja annað en að þau hafi komið okkur verulega á óvart í pönnukökubakstrinum en allir hóparnir rúlluðu þessu verkefni upp, eins og reyndar flestum af þeim. Eftir þetta voru grillaðir hamborgarar og Brói sleit svo skólanum með því að afhenda þeim viðurkenningarskjöl og svo fengu allir gefins HSÞ sokka frá frjálsíþróttaráði. Skólinn endaði svo á sameiginlegri æfingu.

Við vorum einstaklega heppin með veður þessa daga en því miður var mývargurinn aðeins of ágengur og fengu krakkarnir lítinn frið fyrir honum á æfingum.

Við í frjálsíþróttaráði viljum þakka öllu því frábæra fólki sem aðstoðaði okkur við að gera þennan skóla að veruleika. Sérstakar þakkir fá íbúar á Laugum fyrir aðstoð og liðlegheit við okkur. Við þökkum foreldrum fyrir bakstur og aðstoð í skólanum. Fjallalamb, Samkaup/Úrval, MS, Dalakofinn, Narfastaðir, Heimamenn og Heimabakarí fá miklar þakkir fyrir veittan stuðning.

Myndir og fréttir af starfinu okkar er hægt að finna inn á facebook.com/frjálsíþróttaráð HSÞ

Frjálsar íþróttir – boccia og bridge á LM 50+

HSÞ-liðið hefur staðið sig verulega vel í dag – og eru í raun enn að, því brigde-spilið er enn í gangi þegar þetta er ritað.  Síðast þegar staðan var tekin, þá voru þeir búnir að vinna einn leik og voru að spila í öðrum leik – en alls áttu þetta að vera 3 leikir; 4 sveitir í keppninni.  Í sveitinni eru þeir Kristján E. Yngvason, Gylfi Yngvason, Árni Garðar Helgason, Hlöðver P. Hlöðversson og Sverrir Haraldsson.

Boccia-sveitin sem keppti í dag í úrslitum náðu ekki verðlaunasæti – en flott hjá þeim að komast áfram!  Í sveitinni voru systurnar Lilja og Ína Skarphéðinsdætur, ásamt Hjördísi Bjarnadóttur

Þrír keppendur karla voru í frjálsum íþróttum:

Brynjar Halldórsson, fl. 80-84 ára,   =>  2. sæti í langstökki, 3. sæti í spjótkasti, kringlukasti og kúluvarpi

Róbert Þorláksson, fl. 70-74 ára   =>  1. sæti í langstökki, kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti

Gunnar Ómar Gunnarsson, fl. 60-64 ára.   =>  1. sæti í 1000m hlaupi, 2. sæti í 100m hlaupi og 2. sæti í langstökki

Myndir verða settar inn síðar.

Á morgun er það svo þátttaka í pútti og stígvélakasti…..  

Landsmót UMFÍ 50+ á Ísafirði – fréttir af HSÞ-liðinu.

HSÞ-hópurinn er í góðum gír.  Alls eru hér 17 manns að keppa og a.m.k.  fjórir í klappliðinu.  Reyndar eru tveir af þeim líka búnir að gerast staðgenglar fyrir önnur lið í boccia – bara svona til að redda málum.  Málið er að hér er nefnilega rífandi skemmtileg stemmning og ungmennafélagsandinn er alveg lifandi!

Okkur hefur gengið prýðilega vel.  Í gær kepptum við í boccia, sundi og pönnukökubakstri.  Þrjú lið tóku þátt í boccia og eitt þeirra komst áfram í úrslit og eru að keppa akkúrat nú þegar þetta er ritað. „Unglingsstelpan“ í hópnum stakk sér 5x í sundlaugina og uppskar fimm gullpeninga.  Pönnukökumeistaranum okkar gekk prýðisvel og náði næstum verðlaunasæti, en mér skilst að pönnukökurnar hafi verið alveg prýðisgóðar hjá öllum keppendum og það hafi verið erfitt að dæma á milli hverjar væru nú bestar.

Í dag eru s.s. úrslit í boccia-keppninni hjá okkar fólki.  Síðan eru „briddsararnir“ okkar sestir við borð – erum með 1 bridge-sveit og kapparnir í frjálsum íþróttum farnir að hita upp fyrir keppnina sem byrjar nú rétt fyrir hádegi.

Síðan eru bara skemmtikvöldið eftir í Edinborgarhúsinu í kvöld – og þá verður tekið á því bæði við fiskihlaðborðið og í dansi við undirspil BG-flokksins, vel þekkt gamalgróin ísfirsk danshljómsveit.

Bestu kveðjur frá LM50+ á Ísafirði,

HSÞ-hópurinn