Stjórn HSÞ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Aksturssjóði HSÞ.
Eingöngu félagar innan aðildarfélaga HSÞ geta sótt um styrki úr sjóðnum. Umsækjendur geta verið foreldrar/forráðamenn, hópur foreldra eða aðildarfélög HSÞ.
Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ; hsth@hsth.is
Tilgangur sjóðsins er að taka þátt í ferðakostnaði vegna þátttöku barna og unglinga, 18 ára og yngri, á félagssvæði HSÞ í skipulögðum íþróttaæfingum og/eða skipulögðu félags- og æskulýðsstarfi, á vegum aðildarfélaga HSÞ. Til að umsókn geti farið fyrir aksturssjóð HSÞ þarf akstur á æfingastað að vera umfram 40 km hvora leið.
Nánar um Aksturssjóð HSÞ má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Ráð, nefndir og sjóðir“ / Aksturssjóður HSÞ. Þar má einnig finna umsóknareyðublað. Ath. upphæð styrks fer eftir fjölda umsókna.
Stjórn HSÞ auglýsir einnig eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði HSÞ
Rétt til að sækja í sjóðinn hafa eingöngu félagar í aðildarfélögum HSÞ.
Umsóknir sendist á skrifstofu HSÞ; hsth@hsth.is
Tilgangur sjóðsins er að auka menntun og þekkingu félaga innan HSÞ á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi – með því að sækja t.d. námskeið, fundi eða ráðstefnur.
Nánar um Fræðslusjóð má finna á heimasíðunni (hsth.is) undir „Stjórn HSÞ“ / sjóðir og styrkir. Þar má einnig finna umsóknareyðublað.